Enski boltinn

Tottenham skoraði fimm mörk hjá Chelsea - Kane frábær | Sjáið mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane kom öllu að stað hjá Tottenham.
Harry Kane kom öllu að stað hjá Tottenham. Vísir/Getty
Harry Kane fór fyrir flugeldasýningu Tottenham í 5-3 sigri á toppliði Chelsea í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi úrslit þýða að Chelsea og Manchester City eru með jafnmörg stig og sömu markatölu á toppi deildarinnar.

Harry Kane skoraði tvö frábær mörk í leiknum og var síðan maðurinn á bak við tvö önnur með því að fiska víti og gefa stoðsendingu. Tottenham-liðið komst upp fyrir nágranna sína í Arsenal og er nú í fimmta sætinu, tveimur stigum á eftir Southampton.

Chelsea skoraði fyrsta mark leiksins en Tottenham komst síðan bæði í 4-1 og 5-2. Þau úrslit hefðu þýtt að Chelsea dytti úr toppsætinu en mark John Terry undir lok leiksins sá til þess að City og Chelsea eru algjörlega jöfn á toppnum.

Diego Costa kom Tottenham í 1-0 á 18. mínútu en Tottenham skoraði þrjú mörk á síðustu fimmtán mínútum fyrri hálfleiks og var því 3-1 yfir í hálfleik. Harry Kane kom öllu af stað með því að jafna metin með frábæru skoti en hin mörkin skoruðu þeir Danny Rose og Andros Townsend úr víti sem Harry Kane fiskaði.

Harry Kane skoraði fjórða mark Tottenham á 52. mínútu eftir lagleg tilþrif og Kane lagði síðan upp fimmta markið fyrir Nacer Chadli en í millitíðinni hafði Edin Hazard minnkað muninn.

John Terry skoraði síðan áttunda og síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Branislav Ivanovic.

Hér fyrir neðan má sjá mörk leiksins.

Diego Costa kemur Chelsea í 1-0 Harry Kane jafnar með frábæru skoti Danny Rose kemur Tottenham í 2-1. Andros Townsend skorar úr víti og kemur Tottenham í 3-1. Harry Kane skorar fjórða mark Tottenham Hazard minnkar muninn fyrir Chelsea Nacer Chadli með fimmta mark Tottenham John Terry með áttunda mark leiksins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×