Enski boltinn

Liverpool fékk jólagjöf frá Mike Jones dómara | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wes Morgan fékk boltann í andlitið.
Wes Morgan fékk boltann í andlitið. Vísir/AFP
Mike Jones, dómari leiks Liverpool og Leicester, gerði stór mistök í fyrsta leiknum sem hann dæmir á árinu 2015 þegar hann færði Liverpool vítaspyrnu á silfurfati.

Mike Jones taldi að Wes Morgan, varnarmaður Leicester, hefði stöðvað fyrirgjöf Raheem Sterling með hendinni en sjónvarpsmyndavélarnar sögðu allt aðra sögu.

Wes Morgan reyndi að sjálfsögðu að mótmæla dómnum við Mike Jones enda fékk hann boltann í andlitið en ekki í höndina.

Þetta var því kolrangur dómari og fyrir vikið komst Liverpool yfir þvert á gang leiksins á Anfield en Leicester-liðið byrjaði leikinn vel.  

Hér fyrir neðan má sjá þennan umdeilda dóm hjá Mike Jones sem og vítaspyrnuna sjálfa þar sem að Steven Gerrard kom Liverpool í 1-0. Það er síðan hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á Vísi.

Eftir síðasta leik dagsins á milli Lundúnaliðanna Tottenham og Chelsea verður farið yfir alla leiki dagsins í sérstökum nýársdagsmarkaþætti á Stöð 2 Sport 2.

Wes Morgan trúði því bara ekki að Mike Jones dómari væri búinn að dæma vítaspyrnu.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×