Enski boltinn

Sögulegt klúður hjá Liverpool í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Liverpool tókst ekki að ná í öll þrjú stigin á móti botnliði Leicester í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í þessum fyrsta leik liðsins á árinu 2015.

Leikmenn Leicester jöfnuðu metin í seinni hálfleiknum og náðu um leið sögulegu afreki gestaliðs á Anfield.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur komist að því að þetta hafi verið í fyrsta sinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar (frá 1992) þar sem Liverpool missir niður tveggja marka forystu á heimavelli sínum.

Steven Gerrard kom Liverpool í 2-0 með mörkum úr vítaspyrnum í fyrri hálfleiknum en hann og Andy Cole eru nú markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta degi ársins. Báðir hafa þeir skorað fimm mörk 1. janúar en næstir á lista eru þeir Robin van Persie og Mark Viduka með fjögur mörk.

Liverpool tókst ekki að halda út því Leicester skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum og tryggði sér með því 2-2 jafntefli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×