Merkel segir hana og Hollande ekki hlutlausa milligöngumenn Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2015 19:52 Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Varaforseti Bandaríkjanna segir umheiminn ekki geta liðið að Pútín Rússlandsforseti dragi upp nýtt kort af Evrópu með stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Tímabundið vopnahlé var gert við borgina Debaltseve í austurhluta Úkraínu í dag á meðan óbreyttir borgarar voru fluttir frá borginni. Angela Merkel kanslari Þýskaland og Francois Hollande forseti Frakklands komu til viðræðna við Vladimir Pútin forseta Rússlands í Moskvu í dag, til að freista þess að fá hann til að láta af hernaðarafskiptum Rússa í austuhluta Úkraínu og vopnasendingum til aðskilnaðarsinna. Þá þrýsta þau á Pútín að beita sér fyrir vopnahléi og friðarviðræðum stríðandi fylkinga. En átökin í Úkraínu hafa harðnað að undanförnu með tilheyrandi mannfalli. „Þess vegna höfum við ákveðið að gera allt sem í okkar valdi stendur, með beinni heimsókn til Kænugarðs í gær og Moskvu í dag, til að þrýsta á að blóðbaðinu linni eins fljótt og verða má og að friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk fyrir áramót verði virt,“ sagði Merkel skömmu fyrir brottför hennar og Holland til Moskvu. Merkel varaði þó við bjartsýni en sagði að hún og Hollande væru sannfærð um að hernaðarátök væru ekki leið til lausnar mála í Úkraínu. „Þetta er spurning um frið og að varðveita friðinn í Evrópu. Þetta er spurning um sjálfsákvörðunarrétt þjóða sem er hluti af því að varðveita friðinn í Evrópu,“ sagði Merkel. Hún muni aldrei skipta sér af svæðisbundnum málum sjálfstæðra þjóða. Það sé á valdi hverrar þjóðar fyrir sig að leiða slík mál til lykta. En hún ítrekaði hins vegar að hún og forseti Frakklands færi ekki á fund Rússlandsforseta sem hlutlausir milligöngumenn. „Þetta er spurning um þýska hagsmuni, franska hagsmuni og ofar öllu hagsmuni Evrópu,“ sagði Merkel.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira