Guðmundur Örn Jóhannsson er hættur sem sjónvarpsstjóri ÍNN eftir níu mánuði í starfi. Aðalástæða brotthvarfsins er sú að dóttir Guðmundar og sonur Ingva Hrafns Jónssonar, stofnanda stöðvarinnar, eiga í ástarsambandi. Pressan greinir frá.
„Við töldum ekki vænlegt að tveir tengdapabbar væru að vinna saman en starfslok mín voru gerð í mesta bróðerni,“ segir Guðmundur Örn. Ingvi Hrafn verður aftur sjónvarpsstjóri stöðvarinnar.
Guðmundur Örn sagði í apríl í fyrra, þegar hann tók við starfi sjónvarpsstjóra, að áhersla yrði lögð á hlutlausari umfjöllun.
„Ég vil fá meira af staðreyndum og minna af fólki að rífast. Meira hlutlaust í stað upphrópanna. Við munum leggja áherslu á það,“ sagði Guðmundur við það tilefni.
Ástin ástæða endurkomu Ingva Hrafns sem sjónvarpsstjóra

Tengdar fréttir

Breytinga að vænta hjá ÍNN
Nýr sjónvarpsstjóri segir aðstöðin verði tekin á næsta stig.