Stjörnur Bollywood elska friðinn sem þær fá á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2015 10:00 Saif Ali Khan og Kareena Kapoor eru glæsileg hjón. Vísir/Getty Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi. Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira