Stjörnur Bollywood elska friðinn sem þær fá á Íslandi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. ágúst 2015 10:00 Saif Ali Khan og Kareena Kapoor eru glæsileg hjón. Vísir/Getty Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi. Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Farið er fögrum orðum um Ísland í indverska miðlinum Bollywood Presents, en þar er sagt frá ferðalagi leikarans og stjörnunnar Aamir Khan sem hefur að minnsta kosti tvisvar heimsótt Ísland. Sagt er frá ferðalagi kappans í síðasta mánuði en þá ferðaðist hann einn. „Á Íslandi gat ég gengið óáreittur um göturnar,“ segir Aamir Khan og heldur áfram: „Ég gat skautað, skíðað og kafað í köldu vatni. Enginn þekkti mig. Það er hressandi að geta lifað eðlilegu lífi einhversstaðar; eithvað sem ég get ekki gert í Indlandi.“ Aamir Khan er ein skærasta stjarna Bollywood-geirans á Idnalndi. Hann hefur leikið, leikstýrt, skrifað handrit og framleitt kvikmyndir. Auk þess hefur hann látið til sín taka á öðrum sviðum og er þekktur fyrir að láta til sín taka í góðgerðamálum. Fyrir fimm árum fékk hann hina svokölluðu Padma Bhushan orðu, sem er þriðja æðsta orða sem indverskum borgurum er veitt. Rúmlega tólfhundruð Indverjar hafa fengið orðuna, frá því að hún var fyrst veitt árið 1954.Indverski hjartaknúsarinn Amir Khan.Vísir/GettyFleiri stjörnur á leiðinni Bollywood Presents segir að fleiri indverskar stjörnur vilji komast í kyrrðina til Íslands. Eitt helsta par Bollywood er til dæmis á leiðinni hingað í næsta mánuði. Um er að ræða Saif Ali Khan og Kareena Kapoor. Þau eru bæði margverðlaunaðir leikarar og hefur Saif Ali Khan einnig framleitt nokkrar stórar myndir. Fréttastofa MTV á Indlandi tiltók parið sem eitt af þeim sjö þekktustu í Bollywood-senunni en þau giftust árið 2012. Í frétt MTV segir að margar konur öfundi hina þekktu Kapoor, því Saif Ali Khan er þekktur hjartaknúsari. Kapoor ætlar að fagna afmælinu sínu hér á landi, en hún hefur í gegnum mest verið fyrir ferðalög til London og New York. „Við ætlum okkur að sjá Norðurljósin. Í okkar stöðu er mikilvægt að eyða góðum tíma saman, því vegna vinnu okkar erum við mikið í sundur.“ NASA og Norðurljósin Í frétt Bollywood Presents er sagt frá því að sífellt fleiri ferðamenn komi hingað til lands. Vitnað er í sérfræðinga sem segja eina ástæðuna fyrir því að Ísland sé ákjósanlegur ferðamannastaður í vetur sé að samkvæmt NASA, Bandarísku geimferðastofnunin, muni Norðurljósin sjást betur en síðastliðin fimmtíu ár. Í fréttinni eru upplýsingar um hvernig komast eigi til landsins auk myndbanda sem sýna Norðurljósin og aðra vinsæla ferðamannastaði hér á landi.
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira