Samið um endurreisn bygginga og menningarlandslags við fyrsta búnaðarskólann Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2015 17:14 Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Minjaverndar, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnaahagsráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins undirrituðu samkomulagið í Ólafsdal í dag. Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. Torfi Bjarnason stofnaði þar fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem meðal annars er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að undirrita samkomulagið við Minjavernd. „Meginmarkmið með rekstri Minjaverndar er að stuðla að varðveislu gamalla húsa hvarvetna á Íslandi og hefur félagið undanfarið staðið vel að endurreisn gamalla húsa víða um land og má þar nefna hús í miðbæ Reykjavíkur, Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem og ýmis hús í Flatey. Án efa verður endurreisn húsakosts í Ólafsdal mikil lyftistöng fyrir svæðið,“ sagði Bjarni við undirritunina.Í frétt á vef fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins segir að í skólanum, sem starfræktur var til ársins 1907, hafi vel á annað hundrað bændaefnum verið kennt flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum, en samhliða skólanum rak Guðlaug Zakaríasdóttir kona Torfa kvennaskóla þar að sumarlagi.Ólafsdalsskólinn.Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið„Áhrif Ólafsdalsskólans á íslenskan landbúnað og menntun voru því umtalsverð. Á tímum skólans reis fjöldi bygginga í Ólafsdal, þar á meðal skólahúsið, sem enn stendur, en það var byggt árið 1896. Þá voru byggð smiðja, mjólkurhús og tóvinnuhús. Í samkomulagi ríkissjóðs við Minjavernd, sem er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja, felst að félagið endurreisir byggingar og hefur umsjón með menningarlandslagi á svæðinu, en ríkissjóður afsalar í þessu skyni 57,5 hektara landspildu til félagsins. Frá árinu 2007 hefur sjálfseignarstofnunin Ólafsdalsfélagið unnið að uppbyggingu staðarins, en það leitaði á síðasta ári til Minjaverndar um að ganga inn í verkefnið. Heimild ráðherra liggur fyrir í fjárlögum þessa árs. Með samkomulaginu er áfram tryggð frjáls för almennings um svæðið. Samkomulagið felur m.a. í sér að Minjavernd tekur að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur þau hús sem uppi standa enn að einhverju leyti svo og að endurgera þau hús sem áður stóðu þar og tengdust rekstri og starfrækslu skóla Torfa. Gerir félagið ráð fyrir að heildarkostnaður þess geti numið 400-500 m.kr,“ segir í fréttinni. Nánar mun lesa um samninginn á vef ráðuneytisins. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag, fyrir hönd ríkissjóðs, samkomulag við Minjavernd um viðtöku lands og eigna í Ólafsdal í Gilsfirði. Torfi Bjarnason stofnaði þar fyrsta íslenska búnaðarskólann árið 1880. Markmiðið með samkomulaginu er endurreisn bygginga og menningarlandslags á staðnum þar sem meðal annars er áformað að reka menningartengda ferðaþjónustu. Bjarni Benediktsson segir það hafa verið sérlega ánægjulegt að undirrita samkomulagið við Minjavernd. „Meginmarkmið með rekstri Minjaverndar er að stuðla að varðveislu gamalla húsa hvarvetna á Íslandi og hefur félagið undanfarið staðið vel að endurreisn gamalla húsa víða um land og má þar nefna hús í miðbæ Reykjavíkur, Franska spítalann á Fáskrúðsfirði sem og ýmis hús í Flatey. Án efa verður endurreisn húsakosts í Ólafsdal mikil lyftistöng fyrir svæðið,“ sagði Bjarni við undirritunina.Í frétt á vef fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins segir að í skólanum, sem starfræktur var til ársins 1907, hafi vel á annað hundrað bændaefnum verið kennt flest það sem til framfara stefndi í búskaparháttum, en samhliða skólanum rak Guðlaug Zakaríasdóttir kona Torfa kvennaskóla þar að sumarlagi.Ólafsdalsskólinn.Mynd/Fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið„Áhrif Ólafsdalsskólans á íslenskan landbúnað og menntun voru því umtalsverð. Á tímum skólans reis fjöldi bygginga í Ólafsdal, þar á meðal skólahúsið, sem enn stendur, en það var byggt árið 1896. Þá voru byggð smiðja, mjólkurhús og tóvinnuhús. Í samkomulagi ríkissjóðs við Minjavernd, sem er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja, felst að félagið endurreisir byggingar og hefur umsjón með menningarlandslagi á svæðinu, en ríkissjóður afsalar í þessu skyni 57,5 hektara landspildu til félagsins. Frá árinu 2007 hefur sjálfseignarstofnunin Ólafsdalsfélagið unnið að uppbyggingu staðarins, en það leitaði á síðasta ári til Minjaverndar um að ganga inn í verkefnið. Heimild ráðherra liggur fyrir í fjárlögum þessa árs. Með samkomulaginu er áfram tryggð frjáls för almennings um svæðið. Samkomulagið felur m.a. í sér að Minjavernd tekur að sér að endurbyggja gamla skólahúsið og önnur þau hús sem uppi standa enn að einhverju leyti svo og að endurgera þau hús sem áður stóðu þar og tengdust rekstri og starfrækslu skóla Torfa. Gerir félagið ráð fyrir að heildarkostnaður þess geti numið 400-500 m.kr,“ segir í fréttinni. Nánar mun lesa um samninginn á vef ráðuneytisins.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira