„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 10:30 Frá höfninni í Bíldudal. Vísir/PJetur „Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
„Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37