„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 10:30 Frá höfninni í Bíldudal. Vísir/PJetur „Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37