Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. ágúst 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira