Afstýra hefði mátt tjóni ef stjórnvöld hefðu unnið heimavinnuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. ágúst 2015 19:15 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur að ríkisstjórn Íslands hafi vanmetið tjónið af gagnaðgerðum Rússa vegna stuðnings við viðskiptaþvinganir gagnvart þeim. Tjónið gæti numið 10-15 milljörðum króna á ári bara vegna uppsjávarfisks, þ.e. makríls og loðnu. „Við höfum kvartað yfir því að það hafi ekki verið gætt að því að hafa samráð við þá sem hafa hagsmuna að gæta og þessir hagsmunir hafi verið vanmetnir. Hugsanlega hefði átt að leita leiða til að afstýra því tjóni sem við sjáum að er að verða nú þegar vegna þessara aðgerða. Við teljum að minnsta kosti að betri greining á hagsmunum hefði átt að fara fram og þá hefðu menn getað tekið þessa ákvörðun af betri yfirvegun,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Íslenskir fiskútflytjendur hafa þegar orðið fyrir tjóni vegna innflutningsbannsins á íslensk matvæli í Rússlandi. „Það er nærtækast að benda á að HB Grandi átti að taka upp af 500 tonn af loðnuhrognum sem áttu að fara til Rússlands. Núna þarf að selja þau tonn annars staðar og ekkert gefið að sama verð fáist fyrir þau á öðrum mörkuðum. Sjálfir höfum við fengið nokkrar afpantanir í dag af fiski sem átti að selja og ljóst að kaupendur eru bara að sækja sér verðlækkun í ljósi ástandsins,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood. Í þessum töluðu orðum er íslenskt skip á leið til Pétursborgar með makríl. „Mér þykir ólíklegt að það fái að losa farminn í Pétursborg og við verðum líklega að losa farminn í annarri höfn í Evrópu og finna nýja kaupendur að fiskinum. Það er ekki sjálfgefið að finna nýja kaupendur að makrílnum og við fáum ekki sama verðmæti úr farminum eins og við hefðum annars fengið.“Teitur Gylfason sölustjóri hjá Iceland Seafood.Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við telja að tjón íslenskra fiskútflytjenda sé að lágmarki 10-15 milljarðar króna ári ef Rússlandsmarkaður er lokaður. Á síðasta ári fluttu íslensk fyrirtæki út vörur til Rússlands fyrir rúmlega 29 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langstærstur hluti upphæðarinnar er uppsjávarfiskur eins og makríll og loðna. Gunnar Bragi Sveinsson og Federica Mogherini utanríkismálastjóri ESB ræddu stöðuna á símafundi á föstudag. Þar var ákveðið að hefja sérstakar viðræður á vettvangi embættismanna Íslands og ESB um þá serstöku stöðu sem er uppi og hvernig sé hægt að bregðast við vegna þess tjóns sem íslensk fyrirtæki verða fyrir vegna stuðnings Íslands við viðskiptaþvinganir ESB ríkjanna og vesturveldanna. Spyrja má, er það rétti vettvangurinn, er rétt að þessar viðræður fari fram á vettvangi embættismanna? Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður þessum viðræðum haldið áfram á pólitískum vettvangi. „Fyrsta snerting,“ ef svo má segja, var símafundur Gunnars Braga og Mogherini. Síðan taka embættismenn upp þráðinn. Stefnt er að því að þessar viðræður embættismanna hefjist í þessari viku en þær hafa ekki verið tímasettar.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira