Norskir kaupa í laxeldi á Austurlandi Svavar Hávarðsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Sjókvíar Fiskeldis Austfjarða verða í Berufirði og Fáskrúðsfirði. mynd/fiskeldi Austfjarða Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum. Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Eigendur þriggja norskra fiskeldisfyrirtækja hafa í gegnum sameiginlegt eignarhaldsfyrirtæki, MNH Holding AS, keypt 50 prósent í Fiskeldi Austfjarða hf. (Ice Fish Farm). Fjárfesting Norðmannanna tengist þeim áformum beint að auka umsvif fyrirtækisins mikið við að ala lax í sjókvíum á Austfjörðum. Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða hf., segir fjárfestana standa að baki 30.000 tonna eldi í Noregi. Aðkoma þeirra sé rökrétt skref til að koma að þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið hefur stefnt að frá stofnun 2012. Norðmennirnir komi með aukið fjármagn og mikla reynslu inn í fyrirtækið. Til marks um hversu alvarlega Norðmennirnir taki verkefnið hyggst stjórnarformaður MNH Holding, Roald Dolmen, hætta störfum í Noregi og einbeita sér alfarið að uppbyggingu laxeldis fyrir austan. Í viðtali við norska fiskeldisvefinn iLaks segir Dolman að íslenskt laxeldi sé á sama stað og norskt laxeldi var fyrir tíu til fimmtán árum. Í því felist áskoranir en ekki síður mikil tækifæri fyrir eldismenn sem vilja taka þátt í uppbyggingu laxeldis á Íslandi. Fiskeldi Austfjarða hf. er í dag með 11.000 tonna framleiðsluleyfi í Berufirði og Fáskrúðsfirði, ásamt því að eiga 50 prósent eignarhlut í seiðastöðinni Ísþór í Þorlákshöfn og fiskvinnslunni Búlandstindi sem er á Djúpavogi. Fyrirtækið er með rúm 2.000 tonn af fiski í sjó og um tvær milljónir seiða í uppvexti. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til framleiðslu á 24.000 tonnum af eldislaxi á Austfjörðum, sem gefur mynd af þeim hugmyndum sem eru í farvatninu varðandi uppbyggingu á allra næstu árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fyrirtækið stefni að því að vera leiðandi fyrirtæki á Íslandi í framleiðslu á laxfiski og hefur fengið umhverfisvottunina AquaGap, sem er staðfesting á umhverfisvænni eldisstefnu félagsins. Við þessa breytingu á eignarhaldi fyrirtækisins er ráðgert að starfsmönnum muni fjölga á næstu árum, en Guðmundur bendir á mikilvægi þess í sambandi við fráhvarf sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis frá Djúpavogi, en aðstaða Fiskeldis Austfjarða er einmitt fyrrum vinnsluhús Vísis. Veruleg framleiðsluaukning hefur orðið í íslensku fiskeldi á síðustu árum, en þó er áætluð framleiðsla á öllum tegundum ekki nema svipað magn og Fiskeldi Austfjarða hefur leyfi til að framleiða af laxi – rúm 11.000 tonn. Á þessu ári er áætlað að framleidd verði um 5.500 tonn af laxi í sjókvíum. Á fundi Landssambands fiskeldisstöðva í vor kom fram að frekari uppbygging væri háð erlendu fjármagni, enda væru erlendir fjárfestar að baki fyrirtækjum eins og Fjarðalaxi, Arnarlaxi og Dýrfiski – sem hafa dregið vagninn undanfarin ár á Vestfjörðum.
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira