Bein útsending: Björk á blaðamannafundi í Gamla bíó 6. nóvember 2015 10:26 Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan. Umhverfisverndarsinnarnir Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sem boðað hafa til blaðamannafundar í Gamla bíó í dag klukkan 11. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður spilarinn aðgengilegur hér að ofan rétt fyrir fundinn.Tilkynning frá Andra Snæ vegna fundarins má lesa að neðan:Nú eru á Íslandi fjölmargir blaðamenn í tengslum við Iceland Airwaves. Í breskum fjölmiðlum á undanförnum vikum eftir heimsókn Camerons til Íslands hafa menn ýjað að því að Ísland gæti nánast knúið Bretland með ,„eldfjöllum“.Það er ómögulegt að ímynda sér hvaðan orkan á að koma í slíkan streng, nú þegar fyrir liggja þrjú kísilver auk Silikor verksmiðju í Hvalfirði, óklárað álver í Helguvík og Álver á Hafursstöðum.Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves.Ósnortin Náttúra Íslands er þegar orðin okkar helsta tekjulind og hún skapar framtakssömu fólki atvinnu um allt land.Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú Náttúru landsins.Það er mikilvægt að í umfjöllun um sæstreng verði hagsmunir náttúru Íslands í fyrirrúmi, enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.Nú liggur fyrir umhverfismat vegna háspennulínu yfir Sprengisand og tregða Landsnets til að líta á jarðstengi, vilji þeirra til að varpa kostnaði á uppbyggingu raflína vegna stóriðju á almenning er eitthvað sem fjölmiðlar eiga að fylgjast grannt með.Það er mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi mannvirkjabelti yfir Spengisand og hvort áform í Skrokköldu, Hágöngum og Skjálfandafljóti séu forsendur línunnar. Allt of oft hefur orkugeirinn skammtað fólki naumar upplýsingar.Við eigum okkur draum um glæsilegan Þjóðgarð á miðhálendi Íslands þar sem einstök náttúran nýtur verndar. Airwaves Björk Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku frá honum má sjá í spilaranum að ofan. Umhverfisverndarsinnarnir Andri Snær Magnason og Björk Guðmundsdóttir eru á meðal þeirra sem boðað hafa til blaðamannafundar í Gamla bíó í dag klukkan 11. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. „Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves,“ segir í tilkynningu vegna fundarins. Fundurinn hefst klukkan 11 og verður spilarinn aðgengilegur hér að ofan rétt fyrir fundinn.Tilkynning frá Andra Snæ vegna fundarins má lesa að neðan:Nú eru á Íslandi fjölmargir blaðamenn í tengslum við Iceland Airwaves. Í breskum fjölmiðlum á undanförnum vikum eftir heimsókn Camerons til Íslands hafa menn ýjað að því að Ísland gæti nánast knúið Bretland með ,„eldfjöllum“.Það er ómögulegt að ímynda sér hvaðan orkan á að koma í slíkan streng, nú þegar fyrir liggja þrjú kísilver auk Silikor verksmiðju í Hvalfirði, óklárað álver í Helguvík og Álver á Hafursstöðum.Okkur þykir mikilvægt að sjónarmið náttúruverndar komi fram í umfjöllun um sæstreng í Bretlandi og því mun Björk og hópurinn sem stendur að Gætum Garðins í Landvernd og NSÍ hitta erlenda blaðamenn sem komnir eru á Airwaves.Ósnortin Náttúra Íslands er þegar orðin okkar helsta tekjulind og hún skapar framtakssömu fólki atvinnu um allt land.Sofandaháttur og stefnuleysi ógna nú Náttúru landsins.Það er mikilvægt að í umfjöllun um sæstreng verði hagsmunir náttúru Íslands í fyrirrúmi, enda er hún fugl í hendi sem er ástæðulaust að fórna fyrir fugl í skógi.Nú liggur fyrir umhverfismat vegna háspennulínu yfir Sprengisand og tregða Landsnets til að líta á jarðstengi, vilji þeirra til að varpa kostnaði á uppbyggingu raflína vegna stóriðju á almenning er eitthvað sem fjölmiðlar eiga að fylgjast grannt með.Það er mikilvægt að menn geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi mannvirkjabelti yfir Spengisand og hvort áform í Skrokköldu, Hágöngum og Skjálfandafljóti séu forsendur línunnar. Allt of oft hefur orkugeirinn skammtað fólki naumar upplýsingar.Við eigum okkur draum um glæsilegan Þjóðgarð á miðhálendi Íslands þar sem einstök náttúran nýtur verndar.
Airwaves Björk Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira