Airwaves hefst í kvöld: „Má búast við stórkostlegri skemmtun“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 11:50 Frá Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. vísir/andri marinó Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni, en þeir verða í miklum meirihluta á hátíðinni. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar býst við tugþúsundum gesta. Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Uppselt er á hátíðina, en alls seldust níu þúsund miðar. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því ekki þarf miða á svokallaða hliðarviðburði sem haldnir verða víða um borgina, að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. „Fólk má fyrst og fremst búast við stórkostlegri skemmtun. Það eru 240 hljómsveitir og listamenn sem spila á 293 opinberum tónleikum, það er tónleikum sem eru á dagskrá. Síðan eru um 690 viðburðir sem gerast utan hátíðarinnar sem við köllum off venue dagskrá þannig að það eru 900 hljómleikar rúmlega sem fólk getur skellt sér á um helgina og þessa daga." Hann segir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. „Gus Gus, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Sóley, FM Belfast og fleiri sem eru að gera gott mót. Síðan erum við með Beach house, Mercury Rev, Ariel Pink og auðvitað John Grant og sinfonían sem er einn af hápunktunum," segir Grímur og bætir við að metfjöldi ferðamanna verði á hátíðinni í ár. Það eru 5.500 erlendir gestir sem eru á hátíðinni. Það er algjört met, það voru 5000 í fyrra. Það er mikill vöxtur í því en við getum ekki mikið vaxið held ég. Það er ekki nema Íslendingar hætti alveg að kaupa sér miða á hátíðina sem ég vona nú ekki en það er mjög gott að það séu svona margir erlendir gestir. Setur blómlegt líf í Reykjavík núna." Til að skapa rými fyrir þennan mikla mannfjölda verður hluta af tveimur götum breytt tímabundið í göngugötur. Um er að ræða annars vegar Laugaveg frá Vatnsstíg niður að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og hins vegar Skólavörðustíg frá gatnamótum Bergastaðastrætis að Bankastræti. Herlegheitin hefjast á sjöunda tímanum í kvöld, en dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, Icelandairwaves.is Airwaves Tengdar fréttir Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00 Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni, en þeir verða í miklum meirihluta á hátíðinni. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar býst við tugþúsundum gesta. Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Uppselt er á hátíðina, en alls seldust níu þúsund miðar. Áhugasamir þurfa þó ekki að örvænta því ekki þarf miða á svokallaða hliðarviðburði sem haldnir verða víða um borgina, að sögn Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. „Fólk má fyrst og fremst búast við stórkostlegri skemmtun. Það eru 240 hljómsveitir og listamenn sem spila á 293 opinberum tónleikum, það er tónleikum sem eru á dagskrá. Síðan eru um 690 viðburðir sem gerast utan hátíðarinnar sem við köllum off venue dagskrá þannig að það eru 900 hljómleikar rúmlega sem fólk getur skellt sér á um helgina og þessa daga." Hann segir að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. „Gus Gus, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Sóley, FM Belfast og fleiri sem eru að gera gott mót. Síðan erum við með Beach house, Mercury Rev, Ariel Pink og auðvitað John Grant og sinfonían sem er einn af hápunktunum," segir Grímur og bætir við að metfjöldi ferðamanna verði á hátíðinni í ár. Það eru 5.500 erlendir gestir sem eru á hátíðinni. Það er algjört met, það voru 5000 í fyrra. Það er mikill vöxtur í því en við getum ekki mikið vaxið held ég. Það er ekki nema Íslendingar hætti alveg að kaupa sér miða á hátíðina sem ég vona nú ekki en það er mjög gott að það séu svona margir erlendir gestir. Setur blómlegt líf í Reykjavík núna." Til að skapa rými fyrir þennan mikla mannfjölda verður hluta af tveimur götum breytt tímabundið í göngugötur. Um er að ræða annars vegar Laugaveg frá Vatnsstíg niður að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis, og hins vegar Skólavörðustíg frá gatnamótum Bergastaðastrætis að Bankastræti. Herlegheitin hefjast á sjöunda tímanum í kvöld, en dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar, Icelandairwaves.is
Airwaves Tengdar fréttir Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00 Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00 Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00 Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna. 2. nóvember 2015 07:00
Skjólstæðingarnir spila á 59 tónleikum á Airwaves-hátíðinni Sindri Ástmarsson, sem er eigandi íslenska umboðsfyrirtækisins Mid Atlantic Management, hefur svo sannarlega í nógu að snúast um þessar mundir. 4. nóvember 2015 08:00
Menn geta gengið af göflunum í miðborginni Miðborg Reykjavíkur hefur tekið á sig glæsilega mynd því nú hafa nokkrir listamenn lokið við að mála tólf listaverk á jafn margar byggingar í miðbænum. 4. nóvember 2015 10:00
Spilar tuttugu og þrisvar sinnum á fimm dögum á Airwaves Eftirsóttustu menn Airwaves 2015 „Svo þegar maður byrjar á lokalaginu, þá veit maður að maður er orðinn of seinn á næsta gigg,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson trommari, sem spilaði á flestum viðburðum í fyrra. 30. október 2015 08:00