Bretar kalla enn eftir viðræðum um sæstreng við stjórnvöld hér svavar hávarðsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Fram hefur komið að sæstrengur verði ekki lagður héðan til Bretlands án þess að til komi uppbygging og styrking flutningskerfis raforku hér á landi. Fréttablaðið/Stefán Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bresk stjórnvöld æskja þess ekki á þessum tímapunkti að fá afdráttarlaust svar frá íslenskum kollegum sínum um hvort raforkusæstrengur milli landanna verði lagður. Hins vegar er ótvírætt kallað eftir viðræðum um verkefnið og í raun bíði Bretar eftir að Íslendingar geri upp við sig hvort þeir vilji skoða verkefnið nánar. Þetta kom fram í máli Charles Hendry, fyrrverandi ráðherra orku- og loftslagsmála í Bretlandi, á opnum fundi um raforkusæstreng á vegum Kjarnans og Íslenskra verðbréfa í gær.Charles Hendry Þverpólitískur vilji er á meðal Breta til uppbyggingar í orkumálum – þar á meðal lagningar sæstrengs. fréttablaðið/gvaÍ viðtali við Fréttablaðið segir Hendry: „Bresk stjórnvöld hafa tekið af allan vafa um að þau vilja ræða hverjar áskoranirnar eru á Íslandi og hvernig þau geta aðstoðað við að svara þeim spurningum með sem bestum hætti. Þetta er risavaxin ákvörðun fyrir Ísland og við höfum fullan skilning á því að þessi vinna tekur tíma. En frá sjónarhóli breskra stjórnvalda snýst þetta ekki um afdráttarlaust svar um að ráðast í verkið strax, þótt vilji sé ríkur til þess að ráðast í það, heldur svar um að stjórnvöld vilji ræða verkefnið í smáatriðum svo hægt sé að skoða fjármögnun og fleira,“ segir Hendry og játar því að takmörkuð samskipti séu í gangi í augnablikinu. Hins vegar sé áhugi í Bretlandi ósvikinn og fjármögnun verkefnisins sé vandalaus.Sjá einnig: Skýrir áhuga á sæstreng hingað Staðreyndin er sú, að sögn Hendrys, að stjórnvöld í Bretlandi þurfa að taka ákvarðanir um hvernig raforkukerfið á að vera uppbyggt eftir árið 2020 innan tiltölulega stutts tíma. Spurður um fjárfestinguna segir Hendry að verkefnið falli vel að fjárfestingastefnu stærri sjóða. Þegar sé meiri áhugi á fjárfestingum í endurnýjanlegri orku í Bretlandi en lengi var talið að yrði. „Það á einnig við um verkefni sem eru á teikniborðinu. Það að finna fjárfesta tel ég vera auðveldasta hluta verkefnisins,“ segir Hendry og bætir við að stærð þess sé ekki óvenjulega mikil að umfangi og eitthvað sem Bretar þekkja og telja ásættanlegt. „Það sem við verðum að gera á næstu árum er að tryggja orkuöryggi landsins til næstu áratuga og stærð verkefnisins þarf að skoða í ljósi þess,“ segir Hendry.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira