Innlent

Sigurður Ingi dregur í land: Starfsmenn Fiskistofu þurfa ekki að flytja til Akureyrar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi.
Ráðherra tilkynnti starfsmönnum Fiskistofu ákvörðun sína með bréfi. Vísir/Valli
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur hætt við að flytja Fiskistofu í heild sinni til Akureyrar. Enn stendur til að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar norður en aðeins Fiskistofustjórinn þarf að flytja með.

Sjá einnig: Búið að lofa ístertu á föstudaginn

Ráðherrann tilkynnti þetta á fundi með Fiskistofustjóra og fulltrúa starfsmanna þar sem hann afhenti þeim bréf um breytta tilhögun á flutningnum. Í tilkynningu sem 
Guðmundur Jóhannesson, deildarstjóri veiðieftirlitssvið, sendir segir að þetta sé fullnaðarsigur starfsmanna.

Í bréfinu, sem lesa má í heild sinni hér að neðan, vísar Sigurður Ingi til álits umboðsmanns alþingis sem gagnrýndi ferlið við ákvörðun ráðherra um flutnings Fiskistofu norður á Akureyri. Í bréfinu kemur fram að starfsmenn Fiskistofu á höfuðborgarsvæðinu hafa val um hvort þeir flytji með höfuðstöðvunum eða ekki.

Fiskistofustjóri mun flytjast norður með höfuðstöðvunum og vinna þar með starfsmönnum sem þar eru fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×