Ásmundur stýrir ÍBV út leiktíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 16:48 Ásmundur Arnarsson við undirskrifftina í Eyjum í dag. mynd/íbv Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur Ásmundur Arnarsson verið ráðinn þjálfari ÍBV, en þetta staðfestir félagið í fréttatilkynningu. Ásmundur stýrir Eyjaliðinu út leiktíðina í stað Jóhannesar Harðarsonar sem verður í leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum það sem eftir lifir sumar. Ásmundur var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum vegna dapurs gengis liðsins, en honum er nú ætlað að bjarga Eyjamönnum frá falli. ÍBV er með ellefu stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, en það vann Fjölni, 4-0, í síðustu umferð.Fréttatilkynning ÍBV: „Knattspyrnuráð karla ÍBV og Ásmundur Arnarsson hafa náð samkomulagi um að Ásmundur taki við meistaraflokksliði karla ÍBV og stýri því út leiktíðina í fjarveru Jóhannesar Þórs Harðarssonar, sem hefur fengið leyfi frá störfum út leiktíðina af persónulegum ástæðum. Ásmundur, eða Ási, er lærður sjúkraþjálfari og rekstrarstjóri Flexor. Ási spilaði lengi vel í efstu deild karla, lengst af með Fram en endaði ferilinn með Völsungi á Húsavík, enda Húsvíkingur í húð og hár. Eftir þann feril sneri Ási sér að þjálfun, fyrst sem þjálfari Völsungs en tók árið 2005 við 1. deildarliði Fjölnis og fór með það lið upp í deild þeirra bestu árið 2007 og kom því tvisvar í bikarúrslit á Laugardalsvelli. Ási hefur þjálfað lið Fjölnis og Fylkis í Pepsídeildinni og hefur mikla og góða reynslu úr þeirri deild. Knattspyrnuráð ÍBV fagnar komu Ása til félagsins og hlakkar til góðs samstarfs þar sem byggt er á því góða starfi sem Jói Harðar hefur unnið í vetur, vor og sumar. Um leið vill Jói Harðar og knattspyrnuráð karla ÍBV þakka leikmönnum ÍBV fyrir frábært starf undanfarnar vikur við erfiðar aðstæður og einnig stuðningsfólki liðsins í Eyjum og uppi á landi. Það starf og sá einbeitti vilji að halda ÍBV í deild þeirra bestu hefur skilað mörgum mörkum og stigum og stefnan sett á að halda þeim kúrsi. Eyjamenn eru þekktir fyrir samheldni og baráttu og þau einkenni höldum við áfram að bera með stolti. Áfram ÍBV, alltaf, allsstaðar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Sjá meira