Hvernig nærðu flottustu myndunum af jólamatnum? Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:00 Nú þegar jólahátíðin gengur í garð er mikilvægt að vera með á hreinu hvernig á að ljósmynda matinn sinn á jólunum. Það er almenn þekking að ef þú „instagrammar“ ekki matinn þinn þá er frekar tilgangslaust að borða hann þar sem enginn af fylgjendum þínum mun vita af honum. Það getur dimmu skammdegi í dagsljósi breytt að þegar vinir líka við fallega matarmynd frá hátíðarveislunum. Fréttablaðið tók saman nokkur ráð sem eru skotheld þegar það kemur að því að ná hinni fullkomnu mynd til að deila með vinunum. Bjartir litir er auðveldari að vinna með Jólamaturinn á það til að vera brúnn eða fölbleikur á litinn og það getur verið erfitt að gera gott úr því. Þá getur verið mikilvægt að vera með flott meðlæti í flottum litum. Þá ber helst að nefna fallegt waldorf salat, sætar kartöflur eða fagurgrænt salat. Taktu myndina ofan frá Myndin kemur mun betur út enda besta sjónarhornið. Matarmyndir af hliðinni eru sjaldnast góðar og oftast ekki girnilegar. Ofan frá færðu líka bestu myndina af því hvað er nákvæmlega á disknum.Skipulögð óreiða Of fullkominn diskur er alltaf ótrúverðugur og alltof augljóst að raðað hafi verið á diskinn einungis fyrir ljósmyndina. Leyfðu krumpaðri servéttunni, brauðmynslunni og sósuskvettunum að njóta sín.Því óhollara því betra Myndir af óhollum mat eru alltaf vinsælar enda er óhollur matur eitthvað sem allir elska. Diskurinn skiptir máli Það er ekki bara maturinn sem er inni á myndinni heldur líka diskurinn og hnífapörin. Allt saman skiptir þetta máli þegar hin fullkomna instagram mynd er annarsvegar. Minimalískir stórir diskar og hringlóttar skálar myndast alltaf vel.‚Filterinn‘ er ekki vinur þinn Ekki velja einhvern þungan ‚filter‘ til þess að reyna að láta matinn þinn líta út fyrir að vera girnilegri en hann er. Leiktu þér frekar með birtustigið og fleiri stillingar inni á instagram forritinu sjálfu. Fleiri en einn diskur á einni mynd Það raða ekki allir eins á diskinn sinn og það getur verið gaman að sjá nokkrar mismunandi útfærslur. Að vera með nokkra diska inni á myndinni er bara góðs viti. Hafðu um nóg að velja Taktu margar myndir til þess að geta valið um þá flottustu. Leiktu þér með fjarlægðina, sjónarhornið og fleira til þess að ná hinni fullkomnu mynd. Birtan skiptir máli Líklega eitt mikilvægasta atriðið á þessum lista. Flassið er mikill óvinur matarmyndanna. Notaðu birtuna inni á heimilinu og kertaljós. Þannig færðu fallega, mjúka og hátíðarlega mynd til þess að deila. Kassamerkin eru hættulegur leikur Aðeins í brýnustu nauðsyn er vel séð að nota kassamerki. Að nota kassamerki til þess að lýsa öllu sem er á myndinni er ekki lengur málið. Ef að fjölskyldan tekur sig saman og notar eitt kassamerki á myndirnar í jólaboðinu þá er það ekkert nema skemmtilegt. Jól Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
Nú þegar jólahátíðin gengur í garð er mikilvægt að vera með á hreinu hvernig á að ljósmynda matinn sinn á jólunum. Það er almenn þekking að ef þú „instagrammar“ ekki matinn þinn þá er frekar tilgangslaust að borða hann þar sem enginn af fylgjendum þínum mun vita af honum. Það getur dimmu skammdegi í dagsljósi breytt að þegar vinir líka við fallega matarmynd frá hátíðarveislunum. Fréttablaðið tók saman nokkur ráð sem eru skotheld þegar það kemur að því að ná hinni fullkomnu mynd til að deila með vinunum. Bjartir litir er auðveldari að vinna með Jólamaturinn á það til að vera brúnn eða fölbleikur á litinn og það getur verið erfitt að gera gott úr því. Þá getur verið mikilvægt að vera með flott meðlæti í flottum litum. Þá ber helst að nefna fallegt waldorf salat, sætar kartöflur eða fagurgrænt salat. Taktu myndina ofan frá Myndin kemur mun betur út enda besta sjónarhornið. Matarmyndir af hliðinni eru sjaldnast góðar og oftast ekki girnilegar. Ofan frá færðu líka bestu myndina af því hvað er nákvæmlega á disknum.Skipulögð óreiða Of fullkominn diskur er alltaf ótrúverðugur og alltof augljóst að raðað hafi verið á diskinn einungis fyrir ljósmyndina. Leyfðu krumpaðri servéttunni, brauðmynslunni og sósuskvettunum að njóta sín.Því óhollara því betra Myndir af óhollum mat eru alltaf vinsælar enda er óhollur matur eitthvað sem allir elska. Diskurinn skiptir máli Það er ekki bara maturinn sem er inni á myndinni heldur líka diskurinn og hnífapörin. Allt saman skiptir þetta máli þegar hin fullkomna instagram mynd er annarsvegar. Minimalískir stórir diskar og hringlóttar skálar myndast alltaf vel.‚Filterinn‘ er ekki vinur þinn Ekki velja einhvern þungan ‚filter‘ til þess að reyna að láta matinn þinn líta út fyrir að vera girnilegri en hann er. Leiktu þér frekar með birtustigið og fleiri stillingar inni á instagram forritinu sjálfu. Fleiri en einn diskur á einni mynd Það raða ekki allir eins á diskinn sinn og það getur verið gaman að sjá nokkrar mismunandi útfærslur. Að vera með nokkra diska inni á myndinni er bara góðs viti. Hafðu um nóg að velja Taktu margar myndir til þess að geta valið um þá flottustu. Leiktu þér með fjarlægðina, sjónarhornið og fleira til þess að ná hinni fullkomnu mynd. Birtan skiptir máli Líklega eitt mikilvægasta atriðið á þessum lista. Flassið er mikill óvinur matarmyndanna. Notaðu birtuna inni á heimilinu og kertaljós. Þannig færðu fallega, mjúka og hátíðarlega mynd til þess að deila. Kassamerkin eru hættulegur leikur Aðeins í brýnustu nauðsyn er vel séð að nota kassamerki. Að nota kassamerki til þess að lýsa öllu sem er á myndinni er ekki lengur málið. Ef að fjölskyldan tekur sig saman og notar eitt kassamerki á myndirnar í jólaboðinu þá er það ekkert nema skemmtilegt.
Jól Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira