Ásmundur sat hjá í atkvæðagreiðslu um afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2015 10:20 Ásmundur Friðriksson vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans. Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sat í gær hjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi um breytingartillögu minnihlutans við fjárlög næsta árs varðandi afturvirkar hækkanir ellilífeyris-og örorkubóta. Í seinustu viku sagðist Ásmundur ætla að styðja slíkar hækkanir en áður hafði hann greitt atkvæði gegn sambærilegri breytingatillögu við fjáraukalög þessa árs. Lýsti hann því á Facebook-síðu sinni að það hefðu verið mistök og kom hann í viðtal í Bítið á Bylgjunni í kjölfarið þar sem hann sagðist hafa verið mikill baráttumaður aldraðra og öryrkja, en hefði verið málaður upp sem vondi kallinn. Það liði honum illa með. Ásmundur gerði grein fyrir atkvæði sínu á þingi í gær og ítrekaði þar skoðun sína um að kjör ellilífeyris-og örorkuþega þyrfti að bæta. „Það er stóra verkefnið framundan. Ég get því ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Sanngjörn krafa um afturvirkar bætur næst ekki fram en ég er fullviss um það að ríkur vilji er til þess að bæta kjör þessa hóps og það höfum við reyndar ríkulega gert. Sá vilji er mikilvægur og ég treysti stjórn okkar í meirihlutanum til frekari sóknar í kjarabaráttu fyrir þessa hópa og markmiðið um 300 þúsunda króna lágmarkslaun árið 2018 í augsýn. Með þessa hagsmuni að leiðarljósi sit ég því hjá við þessa atkvæðagreiðslu,“ sagði Ásmundur á þingi í gærkvöldi.Á eftir Ásmundi kom Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, í ræðustól og sagðist aðeins vilja minna þingmenn á að greiða atkvæði með sinni sannfæringu. Þá minnti hún einnig á drengskaparheit sem þingmenn sverja þegar þeir setjast á Alþingi. Ásta sagðist síðan styðja tillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir bóta.Breytingatillagan um afturvirkar hækkanir bóta var felld í atkvæðagreiðslunni um fjárlögin í gær, líkt og allar aðrar breytingatillögur minnihlutans.
Tengdar fréttir Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23 Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00 Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. 10. desember 2015 16:23
Stjórnarmeirihlutinn felldi kjarabætur aldraðra Alþingi felldi sl. þriðjudag, 8. desember, tillögu minnihlutans á þingi um að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur frá 1. maí sl. eins og launþegar hafa fengið. Stjórnarmeirihlutinn snerist gegn þessari sjálfsögðu tillögu og tillagan var felld. 11. desember 2015 07:00
Ætlar að styðja afturvirkar hækkanir til aldraðra og öryrkja: „Við erum gjörsamlega búin að tapa þessari umræðu“ Ásmundur Friðriksson segist hafa gert mistök með því að greiða atkvæði gegn breytingartillögu minnihlutans um afturvirkar hækkanir ellilífeyris og örorkubóta. 11. desember 2015 09:31