Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 16:23 Frá fundinum í fjárlaganefnd í dag. vísir/gva Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt. Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt.
Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent