Franskar stúlkur í fangelsi: Fluttu inn tæpt kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2015 17:09 Fangaverðir fundu pakkningu af kókaíni undir dýnu annarrar stúlkunnar á Litla-Hrauni. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar. Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir nítján ára og 24 ára frönskum stúlkum fyrir innflutning á kókaíni síðastliðið vor. Stúlkurnar, Samia Mohammedi og Madina Afif, hlutu átján mánaða dóm í héraði en Hæstirétti stytti dóminn í fimmtán mánuði. Stúlkurnar komu til Íslands þann 24. maí. Önnur stúlkan faldi 350 grömm af efninu. Annars vegar límdi hún 200 gramma pakkningu á innanvert læri sitt og hins vegar setti hún 150 gramma pakkningu á milli rasskinnanna. Lækni yfirsást sú pakkning við sneiðmyndatöku og faldi stúlkan því pakkninguna undir rúmdýnu á Litla-Hrauni þar sem fangaverðir fundu hana svo. Hin stúlkan var með rúm 150 grömm af kókaíni falin innvortis í þremur pakkningum. Samkvæmt matsgerðum frá Rannsóknastofu í lyfja-og eiturefnafræði við Háskóla Íslands segir að styrkur kókaínsins í sýni hafi mælst 68% og 69%. Framleiða mætti rúmlega 800 grömm af kókaíni að styrkleika 29% úr efninu sem stúlkurnar fluttu inn. Söluvirði þess er tæpar þrettán milljónir króna miðað við gögn SÁÁTekði tillit til játningar og ungs aldurs Báðar játuðu þær brot sín skýlaust fyrir dómi. Hins vegar er það rakið í dómnum að allt frá handtöku til þingfestingar málsins hafi framburður stúlknanna verið þversagnakenndur og misvísandi, eins og það er orðað. Þær neituðu til að mynda báðar við upphaf rannsóknar að fara í sneiðmyndatöku. Til refsimildunar leit Hæstiréttur til ungs aldurs þeirra frönsku og þess að þær hefðu játað brot sín og ekki áður gerst sekar um refsiverða háttsemi sem áhrif gæti haft við ákvörðun refsingar í málinu. Á hinn bóginn var það virt þeim til refsiþyngingar að þær hefðu flutt inn talsvert magn hættulegra fíkniefna og að styrkur þeirra hefði verið umtalsverður. Var refsing hvors um sig ákveðin fangelsi í 15 mánuði en gæsluvarðhaldsvist sem þær hafa sætt, um sjö mánuðir, kemur til frádráttar.
Tengdar fréttir Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31 Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Konur teknar með kókaín á Keflavíkurflugvelli Tvær franskar konur sitja í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla rúmum 400 grömmum af kókaíni til landsins í lok maí. 6. júlí 2015 13:31
Földu kókaínið undir rúmdýnu á Litla-Hrauni Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvær franskar stúlkur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja inn rúmt hálft kókaín hingað til lands í maí síðastliðnum. 11. september 2015 12:06