Stuðning vantar fyrir fatlaðar konur sem beittar eru ofbeldi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. mars 2015 07:00 i Í mörgum tilvikum var ofbeldið nátengt félagslegri stöðu kvennanna og valdaleysi þeirra. Fréttablaðið/Getty Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt vandamál sem er nátengt félagslegri stöðu þeirra og valdaleysi. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á ofbeldi gegn fötluðum konum. „Rannsóknin er hagnýt í grunninn og það var lögð áhersla á að hægt væri að þróa einhvers konar ábendingar eða hagnýt tæki til að stuðla að bættum stuðningi til fatlaðra kvenna. Efni sem gæti nýst til þess að stuðla að vitundarvakningu og auka fræðslu,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir sem ásamt Rannveigu Traustadóttur er höfundur rannsóknarinnar. Rannsóknin var unnin af Rannsóknasetri í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands í samstarfi við rannsóknastofnanir og háskóla í Austurríki, Þýskalandi og Bretlandi. Rannsóknin var unnin á þann hátt að fjórir rýnihópar sem í voru 4-6 fatlaðar konur hittust og ræddu um ofbeldi gegn fötluðum konum. Einnig voru tekin eigindleg viðtöl við fatlaðar konur sem voru þolendur ofbeldis og viðtöl tekin og sendir spurningalistar til samtaka og stofnana sem hjálpa þolendum ofbeldis. Niðurstöðurnar sýna að margar kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir margs konar ofbeldi, svo sem kynferðislegu, andlegu og þjónustutengdu. Margar höfðu upplifað það að ofbeldið var þaggað niður og falið. Konurnar fengu sjaldan stuðning til þess að takast á við afleiðingar ofbeldisins og töldu fólk yfirleitt ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt og algengt það væri. Einnig bentu þær á að oft væri fötluðum konum ekki trúað þegar þær segðu frá. Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni á Íslandi töluðu mikið um það hversu jaðarsettur hópur þær væru og félagslega útskúfun sem þær höfðu upplifað. „Á Íslandi var mikil umræða í rýnihópunum um jaðarsetta stöðu fatlaðra kvenna og almenna fordóma gagnvart þeim. Jaðarstaðan stuðlaði að ofbeldinu og hindraði þær jafnframt í að fá stuðning. Þar spilar líka inn í valdaójafnvægi sem ríkir í samskiptum við aðra,“ segir Hrafnhildur. „Það getur ýtt undir ofbeldisaðstæður, það er ekki tekið mark á þeim og ekki hlustað á þær. Oft var það þannig að konurnar eru háðar gerandanum um stuðning í daglegu lífi og voru þá einangraðar að því leyti að það var mjög erfitt fyrir þær að nálgast hjálp,“ segir Hrafnhildur. „Þessir þættir urðu líka til þess að konur fengu síður hjálp því þeim var ekki trúað, málum var sópað undir teppi og þess háttar,“ segir hún. „Fordómar sem þær höfðu mætt birtist til dæmis í gríni á kostnað fatlaðra kvenna og niðurlægjandi athugasemdum og þess háttar,“ segir Hrafnhildur. Að sögn Hrafnhildar tala konurnar um að þær væru hlutgerðar og ekki virtar sem manneskjur. Þeim findist ekki gert ráð fyrir þeim í samfélaginu, þær væru annars flokks. Að búa við þetta í lengri tíma yrði til þess að þær yrðu jafnvel samdauna ofbeldi sem þær verða fyrir og réttur þeirra minni. „Þannig að við hljótum því líka að spyrja okkur: Hvað getum við sem samfélag gert? Í þessu samhengi væri vitundarvakning um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu mjög mikilvæg og umræða um það hvernig fordómar gegn fötluðu fólki birtast,“ segir Hrafnhildur. Að segir margar kvennanna einnig hafa talað um það hvað þjónustan sem þær þyrftu væri stýrandi afl í lífi þeirra. Þær hefðu lítið vald yfir eigin lífi og það hefði áhrif á sjálfsmynd þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að skoða aðgengi fatlaðra kvenna að stuðning og kom það skýrt fram að bæta þyrfti stuðning og fræðslu. „Þær töluðu einnig um að fatlaðar konur áttuðu sig oft ekki á því þegar þær yrðu fyrir ofbeldi vegna þess að þær væru svo vanar að aðrir tækju fram fyrir hendurnar á þeim og beittu þær einhvers konar valdi.“ Í kjölfar rannsóknarinnar hafa verið gerðir bæklingar ætlaðir fötluðum konum sem verða fyrir ofbeldi.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels