Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 16:23 Frá fundinum í fjárlaganefnd í dag. vísir/gva Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt. Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt.
Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47