Öryrkjar og aldraðir á fundi fjárlaganefndar: „Við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2015 16:23 Frá fundinum í fjárlaganefnd í dag. vísir/gva Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt. Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fulltrúar frá Landssambandi eldri borgara og Öryrkjabandalaginu komu á fund fjárlaganefndar í dag þar sem þeir fóru yfir það hvers vegna þeir telja að hækkanir elli- og örorkulífeyris eigi að vera afturvirkar frá 1. maí síðastliðnum. Tillaga minnihlutans þess efnis var felld á Alþingi í vikunni en það var einmitt minnihlutinn í fjárlaganefnd sem kallaði eftir því að fulltrúar öryrkja og eldri borgara kæmu á fund nefndarinnar. Fram hefur komið að meirihluti fjárlaganefndar leggur til að bæturnar hækki um 9,7 prósent þann 1. janúar næstkomandi. Í hækkuninni felst að meðallaunahækkun þessa árs, umfram þrjú prósent hækkun bóta þann 1. janúar, er innifalin en við þetta eru eldri borgarar og öryrkjar ósáttir og telja að ekki eigi að taka þrjú prósent hækkunina inn í dæmið. Miða eigi við hækkanir í kjarasamningum á árinu síðastliðnum og bætur verði hækkaðar afturvirk í samræmi við það. Haukur Ingibergsson, formaður Landssambands eldri borgara, fór yfir þetta á fundinum og nefndi auk þess þá kröfu að bætur yrðu að lágmarki 300 þúsund krónur árið 2018 líkt og lágmarkslaun.Geri sér grein fyrir því að öryrkja geti ekki unnið sig upp í launatöflu Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði það ljóst að bætur hefðu ekki haldið í við launaþróun í landinu þó að þær ættu að gera það samkvæmt lögum um almannatryggingar. Hún sagði að stjórnmálamenn yrðu að gera sér grein fyrir því að öryrkjar hefðu ekki möguleika á að vinna sig upp ákveðna launatöflu eins og fólk á vinnumarkaði og nefndi í því samhengi að innan við eitt prósent launafólks væri á lágmarkslaunum. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður félags eldri borgara í Reykjavík, sagði staðreyndina þá að hópur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu glími við fátækt. Nefndi hún sérstaklega háa húsaleigu sem gerði mörgum eldri borgurum afar erfitt fyrir. „Sögurnar eru svo daprar að það er þyngra en tárum taki að fólk eigi ekki fyrir mat í lok mánaðarins. Þetta er lítill hópur en við þurfum að losna við fátækt úr samfélaginu. Það má ekkert koma upp á hjá þessum hópi,“ sagði Þórunn.„Svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum“ Þá benti hún nefndarmönnum í fjárlaganefnd á að þeir vissu vel hver meðalhækkun launa hefði verið í fyrra, eða 6,3 prósent. „Við teljum okkur eiga hana inni en svo eru þið hissa á að eldri borgarar séu gáttaðir á kjörum sínum.“ Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalagsins, sagði það sama upp á teningnum hjá öryrkjum. Margir þeirri líði mikinn skort og þeim hópi fari fjölgandi. Ellen nefndi að tækifærið væri núna til að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja þar sem afgangur væri á ríkissjóði og góðæri framundan. „Hér býr fólk við fátækt en við getum auðveldlega útrýmt fátækt í þessu litla samfélagi,“ bætti Ellen við. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, benti á það að síðan ríkisstjórnin tók við sumarið 2013 hafi 22,5 milljarðar farið í almannatryggingakerfið þar sem dregið var úr tekjutengingum. Sagði hann að það væri því ekki sanngjarnt að afgreiða það sem ekki neitt.
Tengdar fréttir „Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Eigum við að trúa því að aldraðir og öryrkjar eigi engan liðsmann í ríkisstjórninni?“ Þeir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, þjörmuðu að Eygló Harðardóttur, félags-og húsnæðismálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 10. desember 2015 11:47