Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2015 18:30 Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Fálkaorðan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Fálkaorðan Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira