Ágóði af uppistandi á Húrra rennur til neyðarsöfnunar Unicef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2015 17:49 Tveir sýrlenskir drengir í flóttamannabúðum nærri borginni Aleppo í Sýrlandi. vísir/getty Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia. Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Uppistandskvöld verður á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en allur aðgangseyririnn sem kemur í kassann mun renna til neyðarsöfnunar Unicef vegna aðgerða samtakanna í Sýrlandi og nágrannalöndum. Eins og kunnugt er hafa milljónir Sýrlendinga þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar sem þar hefur geisað í fjögur og hálft ár. „Það eru alls 5,5 milljónir barna á flótta,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef, í samtali við Vísi. Þar af eru tvær milljónir á flótta í nágrannaríkjum Sýrlands en 3,5 milljónir barna eru á vergangi innan Sýrlands.Neyðarsöfnun Unicef hefur verið í gangi með hléum frá árinu 2012. Síðastliðinn föstudag fór fólk að hafa samband við samtökin og spyrjast fyrir um hvað væri hægt að gera til að hjálpa sýrlensku flóttafólki strax, en eins og kunnugt er hefur átt sér stað mikil vitundarvakning á meðal Íslendinga síðustu daga um aðstæður flóttafólks. „Bara síðan á föstudaginn hafa komið inn rúmar fjórar milljónir,“ segir Sigríður. Hún segir margar leiðir færar svo aðstoða megi flóttafólk og að styrkja aðgerðir Unicef sé ein þeirra. Samtökin séu þakklát öllum þeim sem leggi þeim lið en grínistarnir sem koma fram á Húrra í kvöld höfðu frumkvæði að því að láta aðgangseyri kvöldsins renna til Unicef. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að bregðast mikið við því það er hægt að gera svo margt, bæði með því að bjóða flóttafólk velkomið hingað til og styrkja þær aðgerðir sem eru í gangi úti. Það er auðvitað mikilvægt að gera bæði.“ Uppistandið á Húrra hefst klukkan 21 í kvöld, það kostar 1000 krónur inn og þeir sem fram koma eru Andri Ívars, Bylgja Babýlóns, Hugleikur Dagsson, Ragnar Hansson, Snjólaug Lúðvíks og Þórdís Nadia.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40 Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Sjá meira
Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi, segir að um táknrænt framlag borgarinnar gæti verið að ræða. 1. september 2015 12:03
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. 2. september 2015 13:40
Ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda sett á fót Forsætisráðherra vonar að hægt verði að boða til fyrsta fundar nefndarinnar í þessari viku. 1. september 2015 12:23