Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2015 12:03 „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert.“ vísir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veltir því upp á Facebook-síðu sinni í dag hvort að Reykjavíkurborg geti sleppt því að halda Menningarnótt á næsta ári og setja í staðinn féð í að aðstoða flóttamenn. „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert. Því datt mér í hug hvort að þetta gæti verið táknrænt framlag borgarinnar,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Hún segir borgina vissulega þurfa að styrkja sína innviði til lengri tíma litið til að gera megi hlutina vel og þeir fjármunir sem fara í Menningarnótt leysi ekki allan vandann. Þetta gæti þó verið fallegt framlag sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af. Aðspurð segir Hildur kostnað við Menningarnótt hlaupa á 30-50 milljónum á ári; hversu mikið kosti fari að einhverju leyti eftir því hvaða kostnaður sé tekinn með þegar krónurnar eru taldar. Þá þurfi borgin að ræða við ríkið um hvernig best megi halda utan um þessi mál til frambúðar.En býst hún við að ræða þessa hugmynd sína að minnsta kosti óformlega við félaga sína í borgarstjórn? „Já, hví ekki? Það er að minnsta kosti þverpólitísk samstaða í borginni um að taka á móti fleiri flóttamönnum. Ég vona því að það séu allir að leita lausna. Því miður er staða borgarsjóðs slæm og taprekstur í grunnþjónustu borgarinnar og þá verður að leita annarra leiða. Það er auðvitað verkefni til framtíðar en með þessum hætti gætum við brugðist við strax,“ segir Hildur. Hálfs uppgjör borgarsjóðs verður rætt í borgarstjórn á eftir en það var kynnt í liðinni viku. Í uppgjörinu kom fram að rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs væri neikvæð um rúma þrjá milljarða króna. Þá verður einnig rædd á fundinum tillaga um það hvernig Reykjavíkurborg getur brugðist við þeim fjölda flóttamanna sem nú kemur til Evrópu frá stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland og Írak. Að því er fram kemur á Kjarnanum lýsir borgin því yfir í tillögunni að hún sé tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum.Ég er að spá. Er kannski pæling að borgin leggi sitt af mörkum með að sleppa því í fjárhagsáætlun næsta árs að halda...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Tuesday, 1 September 2015 Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veltir því upp á Facebook-síðu sinni í dag hvort að Reykjavíkurborg geti sleppt því að halda Menningarnótt á næsta ári og setja í staðinn féð í að aðstoða flóttamenn. „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert. Því datt mér í hug hvort að þetta gæti verið táknrænt framlag borgarinnar,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Hún segir borgina vissulega þurfa að styrkja sína innviði til lengri tíma litið til að gera megi hlutina vel og þeir fjármunir sem fara í Menningarnótt leysi ekki allan vandann. Þetta gæti þó verið fallegt framlag sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af. Aðspurð segir Hildur kostnað við Menningarnótt hlaupa á 30-50 milljónum á ári; hversu mikið kosti fari að einhverju leyti eftir því hvaða kostnaður sé tekinn með þegar krónurnar eru taldar. Þá þurfi borgin að ræða við ríkið um hvernig best megi halda utan um þessi mál til frambúðar.En býst hún við að ræða þessa hugmynd sína að minnsta kosti óformlega við félaga sína í borgarstjórn? „Já, hví ekki? Það er að minnsta kosti þverpólitísk samstaða í borginni um að taka á móti fleiri flóttamönnum. Ég vona því að það séu allir að leita lausna. Því miður er staða borgarsjóðs slæm og taprekstur í grunnþjónustu borgarinnar og þá verður að leita annarra leiða. Það er auðvitað verkefni til framtíðar en með þessum hætti gætum við brugðist við strax,“ segir Hildur. Hálfs uppgjör borgarsjóðs verður rætt í borgarstjórn á eftir en það var kynnt í liðinni viku. Í uppgjörinu kom fram að rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs væri neikvæð um rúma þrjá milljarða króna. Þá verður einnig rædd á fundinum tillaga um það hvernig Reykjavíkurborg getur brugðist við þeim fjölda flóttamanna sem nú kemur til Evrópu frá stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland og Írak. Að því er fram kemur á Kjarnanum lýsir borgin því yfir í tillögunni að hún sé tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum.Ég er að spá. Er kannski pæling að borgin leggi sitt af mörkum með að sleppa því í fjárhagsáætlun næsta árs að halda...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Tuesday, 1 September 2015
Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent