Veltir því upp að sleppa Menningarnótt á næsta ári og setja féð í að hjálpa flóttamönnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2015 12:03 „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert.“ vísir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veltir því upp á Facebook-síðu sinni í dag hvort að Reykjavíkurborg geti sleppt því að halda Menningarnótt á næsta ári og setja í staðinn féð í að aðstoða flóttamenn. „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert. Því datt mér í hug hvort að þetta gæti verið táknrænt framlag borgarinnar,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Hún segir borgina vissulega þurfa að styrkja sína innviði til lengri tíma litið til að gera megi hlutina vel og þeir fjármunir sem fara í Menningarnótt leysi ekki allan vandann. Þetta gæti þó verið fallegt framlag sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af. Aðspurð segir Hildur kostnað við Menningarnótt hlaupa á 30-50 milljónum á ári; hversu mikið kosti fari að einhverju leyti eftir því hvaða kostnaður sé tekinn með þegar krónurnar eru taldar. Þá þurfi borgin að ræða við ríkið um hvernig best megi halda utan um þessi mál til frambúðar.En býst hún við að ræða þessa hugmynd sína að minnsta kosti óformlega við félaga sína í borgarstjórn? „Já, hví ekki? Það er að minnsta kosti þverpólitísk samstaða í borginni um að taka á móti fleiri flóttamönnum. Ég vona því að það séu allir að leita lausna. Því miður er staða borgarsjóðs slæm og taprekstur í grunnþjónustu borgarinnar og þá verður að leita annarra leiða. Það er auðvitað verkefni til framtíðar en með þessum hætti gætum við brugðist við strax,“ segir Hildur. Hálfs uppgjör borgarsjóðs verður rætt í borgarstjórn á eftir en það var kynnt í liðinni viku. Í uppgjörinu kom fram að rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs væri neikvæð um rúma þrjá milljarða króna. Þá verður einnig rædd á fundinum tillaga um það hvernig Reykjavíkurborg getur brugðist við þeim fjölda flóttamanna sem nú kemur til Evrópu frá stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland og Írak. Að því er fram kemur á Kjarnanum lýsir borgin því yfir í tillögunni að hún sé tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum.Ég er að spá. Er kannski pæling að borgin leggi sitt af mörkum með að sleppa því í fjárhagsáætlun næsta árs að halda...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Tuesday, 1 September 2015 Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, veltir því upp á Facebook-síðu sinni í dag hvort að Reykjavíkurborg geti sleppt því að halda Menningarnótt á næsta ári og setja í staðinn féð í að aðstoða flóttamenn. „Þetta er nú bara hugmynd en ekki formleg tillaga í þessari byltingu sem nú er í gangi varðandi það hvað hver og einn getur gert. Því datt mér í hug hvort að þetta gæti verið táknrænt framlag borgarinnar,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Hún segir borgina vissulega þurfa að styrkja sína innviði til lengri tíma litið til að gera megi hlutina vel og þeir fjármunir sem fara í Menningarnótt leysi ekki allan vandann. Þetta gæti þó verið fallegt framlag sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af. Aðspurð segir Hildur kostnað við Menningarnótt hlaupa á 30-50 milljónum á ári; hversu mikið kosti fari að einhverju leyti eftir því hvaða kostnaður sé tekinn með þegar krónurnar eru taldar. Þá þurfi borgin að ræða við ríkið um hvernig best megi halda utan um þessi mál til frambúðar.En býst hún við að ræða þessa hugmynd sína að minnsta kosti óformlega við félaga sína í borgarstjórn? „Já, hví ekki? Það er að minnsta kosti þverpólitísk samstaða í borginni um að taka á móti fleiri flóttamönnum. Ég vona því að það séu allir að leita lausna. Því miður er staða borgarsjóðs slæm og taprekstur í grunnþjónustu borgarinnar og þá verður að leita annarra leiða. Það er auðvitað verkefni til framtíðar en með þessum hætti gætum við brugðist við strax,“ segir Hildur. Hálfs uppgjör borgarsjóðs verður rætt í borgarstjórn á eftir en það var kynnt í liðinni viku. Í uppgjörinu kom fram að rekstrarniðurstaða A-hluta borgarsjóðs væri neikvæð um rúma þrjá milljarða króna. Þá verður einnig rædd á fundinum tillaga um það hvernig Reykjavíkurborg getur brugðist við þeim fjölda flóttamanna sem nú kemur til Evrópu frá stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland og Írak. Að því er fram kemur á Kjarnanum lýsir borgin því yfir í tillögunni að hún sé tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum.Ég er að spá. Er kannski pæling að borgin leggi sitt af mörkum með að sleppa því í fjárhagsáætlun næsta árs að halda...Posted by Hildur Sverrisdóttir on Tuesday, 1 September 2015
Tengdar fréttir Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24 „Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Skora á stjórnvöld að segja sig frá Dyflinarreglugerðinni Samtökin Ekki fleiri brottvísanir vilja að Ísland fari að fordæmi Þýskalands. 220 einstaklingar hafa sótt um hæli frá ágúst 2014 en 33 þeirra hafa verið sendir úr landi. 1. september 2015 09:15
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Flóttamannavandinn: Algjör sprenging í skráningu sjálfboðaliða hjá Rauða krossinum "Við Íslendingar erum auðvitað öll komin af flóttamönnum og eigum öll á hættu að verða flóttamenn, við megum ekki gleyma því,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir sem stofnaði viðburðinn Kæra Eygló Harðar, Sýrland kallar. 31. ágúst 2015 14:24
„Við gætum boðið flóttafólki alveg afskaplega gott líf“ Samkynhneigð hjón á Neskaupstað vilja taka á móti flóttamannabörnum en hafa lítil sem engin úrræði. 31. ágúst 2015 17:30
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30