Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira