Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels