Millidómsstig taki til starfa árið 2017 Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ólöf Nordal stefnir á að leggja frumvarp um millidómsstig fram á haustþingi. Hún telur raunhæft að það líði ár þar til nýja dómsstigið taki til starfa. Ólöf segist telja að nýja dómsstigið verði gríðarlega mikil réttarbót og almennt séð hafi verið mikill áhugi á því, á meðal þeirra sem starfa í réttarkerfinu, að það yrði að veruleika. „Þannig að ég vonast til þess að þingið taki vel á móti þessu máli og það fái góða umfjöllun í vetur.“ Ólöf vonast til að ná frumvarpinu inn á fyrstu dögum haustþings, en setur þann fyrirvara að hún sé með töluverðan fjölda mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. „En ég legg mjög mikla áherslu á þetta mál.“ Aðspurð segir Ólöf raunhæft að gera ráð fyrir ári í undirbúning, þar til nýja dómsstigið tekur til starfa. „Ég held að það sé þannig að við séum þá að tala um einhvern tímann árið 2017. Það fer eftir því hvernig því er tekið í þinginu. Þetta mál mun þurfa mikla umræðu og vinnu í nefnd. Þannig að ég held að maður þurfi að vera opinn fyrir því að sú tímasetning geti breyst.“ Með nýsamþykktum lögum um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum var stofnað nýtt embætti héraðssaksóknara. Ráðgert er að það taki til starfa 1. janúar næstkomandi og verður embætti sérstaks saksóknara lagt niður frá sama tíma. Hið nýja embætti héraðssaksóknara mun fara með ákæruvald á lægra ákæruvaldsstigi, það er ákærumeðferð sakamála og saksókn fyrir héraðsdómi. Þá mun embætti héraðssaksóknara annast lögreglurannsóknir í skatta- og efnahagsbrotamálum, ásamt rannsóknum á brotum starfsmanna lögreglu og brotum gegn valdstjórninni. Staða héraðssaksóknara hefur verið auglýst. Fjárveitingar til embættisins verða svo ákveðnar í fjárlögum sem verða lögð fram í september. „Ég hef lagt áherslu á það að embættið fái það fjármagn sem það þarf til að geta komist á lappirnar.“ Ólöf segir að það sé gríðarlegur fjárskortur í réttarkerfinu. „Og ég hef talað fyrir því frá því að ég tók við stól innanríkisráðherra að horfa svolítið vel á það hvað við getum gert til að sækja meira fé. Um leið og ég segi það þá er það alveg vitað mál að ég hef ekki tök á því að fá allt það fé sem ég myndi vilja fá, en ég er að reyna að bæta í eins og ég get,“ segir Ólöf. Viðbrögð þingsins við embætti héraðssaksóknara verði prófsteinn á það hvernig til tekst að auka fjárveitingar til réttarkerfisins.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira