Telur óbeit á vörðum vera útlendingahatur Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 07:00 Varða sem Vana Ilieva frá Búlgaríu hlóð með foreldrum sínum 14. júní 2013 er ekki lengur á svæðinu. Henni var ekið burt með öðru grjóti á fimmtudag. vísir/vilhelm „Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
„Þetta er hryllingur og þetta á að fjarlægja alls staðar,“ segir Vilborg Anna Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. Unnið hefur verið að því síðustu daga að fjarlægja örvörður nálægt Þingvöllum og girða fyrir svæðið. „Þetta er þannig að fólk fer í ferðalag og því finnst það þurfa að skilja eitthvað eftir sig til að segja „ég var hér“. Þetta skemmir náttúruna hvar sem það er. Ég þekki engan sem er meðmæltur þessu ógeði,“ bætir Vilborg við. Ari Arnórsson leiðsögumaður tekur í sama streng og Vilborg. Hann tók þátt í að fjarlægja, að eigin sögn, tugi tonna af grjóti af svæðinu fyrr í vikunni.Nýja skiltið á svæðinu er skýrt. Þarna er bannað að hlaða upp steinum.vísir/Andri„Þarna á ekki að vera neitt efni eftir fyrir túrista.“ Aðspurður hvort vörðurnar séu þetta slæmar og hvort þær gefi lífinu ekki lit segir Ari: „Það gerir lífið skemmtilegra að krota yfirskegg á Mónu Lísu en það þýðir ekki að öðrum sem langar að sjá Mónu Lísu eins og hún var upprunalega gerð finnist það. Þetta er sami hluturinn. Þetta er graffítí.“ Vegagerðin vann í gær að því að girða fyrir svæðið, sem er um þrjú hundruð metra breitt og 250 metra langt. Þá var komið upp skiltum sem banna að hlaðnar verði fleiri örvörður. Fréttablaðið hafði samband við Ásmund Ásmundsson myndhöggvara og spurði hann álits á vörðunum. „Er þetta ekki bara sjálfsagður hlutur. Þegar það koma útlendingar þá þurfa þeir að kúka og þetta er eins og að kúka, ákveðin tjáning með frumstæðum hætti. Augljóslega er þetta ekki skemmdarverk. Það er fólk sem kemur hingað og skapar einhverjar fallegar vörður fyrir Íslendinga að njóta. Það er fáránlegt að kalla þetta skemmdarverk.“ Ásmundur segir að málið og umræða um það sé ekki ósvipuð umræðunni um kúkinn sem ferðamenn skilja eftir sig á Þingvöllum. „Það er mjög gott fyrir Íslendinga að þrífa skítinn eftir útlendinga. Bæði að hreinsa klósettpappír og kúk. Það er spurning hvort þetta hatur á vörðunum sé ekki dulbúið útlendingahatur.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira