Æfareiðir myndhöggvarar munnhöggvast Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. júlí 2015 07:00 Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður er ósáttur við brottrekstur sinn úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur. visir/ernir „Þetta eru ofsóknir og einelti sem er algjörlega farið úr böndunum,“ segir Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Ákveðið var að vísa honum og Hannesi Lárussyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Margir fundarmenn voru ósáttir við að tillagan væri nafnlaus og bar þá félagsmaður upp tillöguna óbreytta fyrir fundinn í eigin nafni. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp upprunalegu nafnlausu tillöguna. „Þetta með ofbeldið og þjófnaðinn eru bara dylgjur og til skammar fyrir félag sem nýtur opinberra styrkja frá borginni,“ segir Ásmundur, en í tillögunni segir að Ásmundur hafi ekki greitt leigu fyrir vinnuaðstöðu sem hann leigir af félaginu og sé því um þjófnað að ræða. Þá segir í tillögunni að Ásmundur og Hannes hafi rústað kaffistofu félagsmanna og lagt hana undir sig með ofbeldi. Ásmundur vísar öllum ásökunum á bug og spyr hvort ekki sé eineltisstefna hjá borginni sem fara þurfi eftir. „Ég er alveg klár á því að þetta tengist meiðyrðamálinu og deilunum milli okkar Kristins,“ segir Ásmundur og vísar í deilur milli sín og Kristins. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Í kjölfar ummælanna höfðaði Ásmundur meiðyrðamál gegn Kristni og hélt því fram að Kristinn væri með þessum orðum að gera persónulega árás á sig og sinn starfsheiður. Ásmundur tapaði málinu fyrir dómi.Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins.„Þeir spreyjuðu hatursáróður á kaffistofu félagsins og frömdu þannig skemmdarverk. Kaffistofan er ekki vettvangur sýningar,“ segir Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins. Hann bætir því við að Ásmundur og Hannes hafi verið með yfirgang og frekju og að það sé almenn óánægja með þá á meðal félagsmanna. Logi segir að þeim hafi verið vikið úr félaginu á löglegan hátt. Halda á annan aðalfund í lok sumars að sögn Loga og gæti þá vel komið önnur tillaga um að þeir verði teknir inn í félagið aftur. Ragnhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og stjórnarmaður félagsins, segir aðalmálið vera hegðun Ásmundar og Hannesar. „Þeir hafa verið að grýta hlutum og hafa króað fólk af. Það hefur verið gengið svo langt að þeir hafa grætt félagsmenn,” segir Ragnhildur sem harmar það að tillagan hafi komið frá Kristni. „Þetta lítur út fyrir að vera einhver hrútakeppni en það hefði alltaf einhver annar sett þessa tillögu fram.“ „Mér finnst þessi tillaga ólíðandi. Ég hef unnið bæði við hlið Hannesar og Ásmundar og tek alls ekki undir hana. Þeir eru kannski svolítið ágengir en ekki þannig að fólk geti ekki unnið með þeim,“ segir Hulda Hákon myndlistarkona og bætir því við að hún taki tillögunni með fyrirvara því Kristinn Hrafnsson bar hana upp. „Samkvæmt félagarétti er skylt að geta þess í fundarboði þegar það á að taka stórar ákvarðanir. Það er mjög stór ákvörðun þegar það á að reka tvo félagsmenn,“ segir Hulda og bætir við að hefði hún vitað af því að kjósa ætti á fundinum hefði hún mætt. „Ég mætti ekki á þennan fund því fyrr í vor var haldinn fundur um þetta málefni og ég hélt að það væri búið að ljúka málinu.“ Tengdar fréttir „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Þetta eru ofsóknir og einelti sem er algjörlega farið úr böndunum,“ segir Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður, sem rekinn var úr Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur á aðalfundi félagsins í lok maí. Ákveðið var að vísa honum og Hannesi Lárussyni myndlistarmanni úr félaginu eftir leynilega atkvæðagreiðslu. Á fundinum var lesin upp nafnlaus tillaga þar sem lagt var til að þeim yrði vísað úr félaginu. Margir fundarmenn voru ósáttir við að tillagan væri nafnlaus og bar þá félagsmaður upp tillöguna óbreytta fyrir fundinn í eigin nafni. Gengið var til atkvæðagreiðslu og niðurstaðan var að víkja þeim úr félaginu. Eftir kosninguna var það upplýst að Kristinn Hrafnsson listamaður var sá sem bar upp upprunalegu nafnlausu tillöguna. „Þetta með ofbeldið og þjófnaðinn eru bara dylgjur og til skammar fyrir félag sem nýtur opinberra styrkja frá borginni,“ segir Ásmundur, en í tillögunni segir að Ásmundur hafi ekki greitt leigu fyrir vinnuaðstöðu sem hann leigir af félaginu og sé því um þjófnað að ræða. Þá segir í tillögunni að Ásmundur og Hannes hafi rústað kaffistofu félagsmanna og lagt hana undir sig með ofbeldi. Ásmundur vísar öllum ásökunum á bug og spyr hvort ekki sé eineltisstefna hjá borginni sem fara þurfi eftir. „Ég er alveg klár á því að þetta tengist meiðyrðamálinu og deilunum milli okkar Kristins,“ segir Ásmundur og vísar í deilur milli sín og Kristins. Kristinn skrifaði í grein sinni að Ásmundur væri kunnastur fyrir að eyðileggja listaverk annarra listamanna. Í kjölfar ummælanna höfðaði Ásmundur meiðyrðamál gegn Kristni og hélt því fram að Kristinn væri með þessum orðum að gera persónulega árás á sig og sinn starfsheiður. Ásmundur tapaði málinu fyrir dómi.Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins.„Þeir spreyjuðu hatursáróður á kaffistofu félagsins og frömdu þannig skemmdarverk. Kaffistofan er ekki vettvangur sýningar,“ segir Logi Bjarnason, formaður Myndhöggvarafélagsins. Hann bætir því við að Ásmundur og Hannes hafi verið með yfirgang og frekju og að það sé almenn óánægja með þá á meðal félagsmanna. Logi segir að þeim hafi verið vikið úr félaginu á löglegan hátt. Halda á annan aðalfund í lok sumars að sögn Loga og gæti þá vel komið önnur tillaga um að þeir verði teknir inn í félagið aftur. Ragnhildur Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og stjórnarmaður félagsins, segir aðalmálið vera hegðun Ásmundar og Hannesar. „Þeir hafa verið að grýta hlutum og hafa króað fólk af. Það hefur verið gengið svo langt að þeir hafa grætt félagsmenn,” segir Ragnhildur sem harmar það að tillagan hafi komið frá Kristni. „Þetta lítur út fyrir að vera einhver hrútakeppni en það hefði alltaf einhver annar sett þessa tillögu fram.“ „Mér finnst þessi tillaga ólíðandi. Ég hef unnið bæði við hlið Hannesar og Ásmundar og tek alls ekki undir hana. Þeir eru kannski svolítið ágengir en ekki þannig að fólk geti ekki unnið með þeim,“ segir Hulda Hákon myndlistarkona og bætir því við að hún taki tillögunni með fyrirvara því Kristinn Hrafnsson bar hana upp. „Samkvæmt félagarétti er skylt að geta þess í fundarboði þegar það á að taka stórar ákvarðanir. Það er mjög stór ákvörðun þegar það á að reka tvo félagsmenn,“ segir Hulda og bætir við að hefði hún vitað af því að kjósa ætti á fundinum hefði hún mætt. „Ég mætti ekki á þennan fund því fyrr í vor var haldinn fundur um þetta málefni og ég hélt að það væri búið að ljúka málinu.“
Tengdar fréttir „Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Það má gagnrýna Framsóknarflokkinn, en ekki þá sem gagnrýna Framsóknarflokkinn“ „Þetta var hrein og klár ritskoðun sem er mjög alvarleg valdbeiting,” útskýrir Ásmundur Ásmundsson listamaður. 4. júlí 2015 10:00