Hitar upp fyrir Snoop með áratugar millibili Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júlí 2015 12:00 Blaz Roca Erpur Eyvindarson verður á sviðinu í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson verður á meðal þeirra sem koma fram þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg treður upp í Laugardalshöll þann 16. júlí. Rétt um áratugur er síðan Snoop kom hingað til lands síðast; hann tróð þá upp í Egilshöll 17. júlí 2005. Í bæði skiptin hefur Erpur verið fenginn til að hita áhorfendur upp fyrir stórstjörnuna. Slíkt er auðvitað fáheyrt, að tveir listamenn, annar íslenskur og hinn heimsþekkt stjarna, komi fram sama kvöld. Hvað þá að þetta hitti næstum því nákvæmlega þannig á að tíu ár séu á milli tónleikanna. „Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar,“ segir Erpur þegar hann er spurður um kvöldið sem hann tróð upp í Egilshöll á undan Snoop. Þá kom Erpur fram sem hluti af hljómsveitinni Hæsta höndin, en ásamt honum voru þeir Unnar Theódórsson, betur þekktur sem U-Manden, og Nick „Cold Hands“ Kvaran í sveitinni. Nick er þaulreyndur taktsmiður og hefur unnið með þekktum bandarískum röppurum á borð við Ice Cube. „Ég man að við komum inn á sviðið á rosalegum hjólum í „West Coast“ stíl. Þetta var á stóru sviði og það var fullt af fólki þarna. Þetta „show“ er alveg með þeim eftirminnilegri,“ bætir hann við. Erpur hefur lengi verið áhugamaður um menningu tengda Vesturstrandarrappi. „Ég alltaf haft rosalega gaman af hipphopp-tónlist frá Kaliforníu, samdri af tónlistarmönnum frá Oakland, Los Angeles og San Fransisco,“ útskýrir Erpur. Á tónleikunum í ár mun Erpur njóta liðsinnis góðra félaga. „Bróðir minn Sesar A verður með mér, en hann var einmitt líka á sviðinu fyrir tíu árum. Þarna verða líka Herra Hnetusmjör og Joe Frazier. Síðan ætlar Dabbi T að koma aftur í leikinn og verður með okkur þarna.“ Sem liður í undirbúningi fyrir tónleikana mun Erpur gefa miða á tónleikana á skemmtistöðunum Austur og Prikinu í kvöld. „Alltaf þegar plötusnúðarnir spila lag með Snoop mun ég gefa miða. Þeir fyrstu sem koma til mín eftir að laginu lýkur fá miða á kvöldið. Ég verð þarna að væflast um með fullt skott af miðum,“ segir Erpur og hlær.kjartanatli@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira