Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júní 2015 09:30 Allt ætlaði um koll að keyra þegar hljómsveitin Wu-Tang Clan steig á svið á sunnudagskvöld og má segja að hátíðin hafi náð ákveðnu hámarki á þeirri stundu. vísir/andri marinó Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”