Byrjuð að plana næstu Secret Solstice hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. júní 2015 09:30 Allt ætlaði um koll að keyra þegar hljómsveitin Wu-Tang Clan steig á svið á sunnudagskvöld og má segja að hátíðin hafi náð ákveðnu hámarki á þeirri stundu. vísir/andri marinó Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna. Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Tæplega tíu þúsund miðar seldust á Secret Solstice-hátíðina sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Það þýðir að minnstu munaði að uppselt yrði á hátíðina. „Það voru bara rétt tvö hundruð miðar eftir þannig að við erum mjög sátt við þessar frábæru viðtökur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar. Miðinn á hátíðina kostaði tæpar tuttugu þúsund krónur en verðið var þó lægra í forsölu og þá voru ýmis tilboð í gangi. Svokallaðir V.I.P miðar kostuðu um þrjátíu þúsund krónur og má því áætla að tekjur af miðasölunni á hátíðina hafi verið nálægt 170 milljónum króna, miðað við grófa útreikninga en engin tala hefur fengist staðfest í þeim efnum. Hátíðin heppnaðist með eindæmum vel og eru aðstandendur Secret Solstice strax farnir að huga að næstu hátíð. „Secret Solstice verður haldin aftur á næsta ári, það er pottþétt og erum við nú þegar farin að skoða bókanir fyrir næsta ár,“ segir Ósk. Hún bætir við að aðstandendur hátíðarinnar vilji þakka Reykjavíkurborg, Þrótti og þeim starfsmönnum sem reka það glæsilega íþróttaheimili, gæslunni og lögreglu kærlega fyrir frábært samstarf. „Það var líka ánægjulegt að sjá foreldra koma með börnin sín og hvað þetta var í raun mikil fjölskylduhátíð á daginn.“Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar.Athygli vekur að engin brot voru kærð til lögreglu á þessari fjölsóttu hátíð. „Við fögnum því, það var gleðilegt að sjá hvað lögreglan var vinaleg og sýnileg á hátíðinni.“ Hátíðin var með leyfi fyrir tíu þúsund gesti og þar sem hún gekk svo vel, eru uppi vangaveltur um hvort hún verði enn stærri á næsta ári. „Við vinnum að mögulegri stækkun í samvinnu við borgina og hagsmunaaðila og því of snemmt að segja neitt að svo stöddu,“ segir Ósk. Að hátíðinni lokinni var haldið heljarmikið eftirpartí fyrir starfsfólk og aðstandendur og komu þar fram nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum hátíðarinnar í ár. „Partíið fór fram á leynistað og þar komu fram nokkur af þekktustu nöfnum hátíðarinnar. Hinar stjörnurnar sem tróðu upp á hátíðinni skemmtu sér vel í teitinu,“ segir Ósk spurð út í gleðskapinn. Veðrið lék við gesti Secret Solstice um helgina og hafði það mikil áhrif á hve góð stemning myndaðist. Helstu tónlistarmennirnir sem komu fram í ár voru Wu-Tang Clan, Kelis, Busta Rhymes og The Wailers, ásamt fjölda þekktra íslenskra listamanna.
Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira