Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast Guðrún Ansnes skrifar 11. júní 2015 10:30 Hópurinn kom saman í fyrsta skipti á þriðjudag í fangelsinu, sem nú stendur tómt. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn. Vísir/Stefán „Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“ Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“
Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30
Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00