Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast Guðrún Ansnes skrifar 11. júní 2015 10:30 Hópurinn kom saman í fyrsta skipti á þriðjudag í fangelsinu, sem nú stendur tómt. Á myndina vantar Ólafíu Hrönn. Vísir/Stefán „Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“ Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
„Umræðan síðustu daga kveikir í okkur, og sýnir okkur enn frekar mikilvægi þess að segja þessa sögu, okkur finnst samfélagslega mikilvægt að gera þetta núna,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona sem ásamt leikkonunni Nínu Dögg Filippusdóttur stendur í stórræðum í Kvennafangelsinu í Kópavogi þar sem tökur á sjónvarpsseríunni Fangar munu fara fram. „Þetta verður sex þátta leikin drama- og spennusería sem við byggjum á sjö ára rannsóknarvinnu, og hefur hún mikið til farið fram innan veggja fangelsisins meðan það var virkt,“ segir Unnur og bætir við að þetta sé í raun mjög innblásinn skáldskapur. „Við tókum okkur góðar pásur inn á milli í þessu sjö ára ferli, þetta fékk að gerjast á sínum hraða, en rannsóknarvinnan tók gríðarlega á. Sögurnar sem konurnar höfðu að segja eru mjög dramatískar og erfiðar. Þetta er allt mjög eldfimt og viðkvæmt,“ útskýrir Unnur og segir að þær Nína, auk hópsins, brenni í skinninu að koma þessu fram í dagsljósið. Hópurinn samanstendur af þeim Ragnari Bragasyni, sem leikstýrði Vaktarseríunum vinsælu og mun hann leikstýra þáttunum, og Margréti Örnólfsdóttur sem skrifar handritið ásamt Ragnari. Það eru svo Árni Filippusson og Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery sem framleiða auk Vesturports.Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filipusdóttir.Vísir/Stefán „Í ljósi umræðunnar sem fylgir í kjölfar byltingarinnar #þöggun innan Beauty tips er gríðarlega samfélagslega mikilvægt að varpa ljósi á sögur kvenfanganna, þar sem þessi þöggun spilar stóra rullu í stóra samhenginu, en það var algjört sjokk fyrir okkur að átta okkur á hlutföllum þeirra sem hafa verið beittar kynferðisofbeldi.“ Tökur eiga að hefjast eftir áramót og er unnið í samstarfi við RÚV, en þættirnir verða sýndir þar. Stórskotalið leikara mun svo prýða þættina en þar má nefna Þorbjörgu Dýrfjörð, Halldóru Geirharðsdóttur, , Kristbjörgu Kjeld, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Arndísi Hrönn Egilsdóttur, Kristínu Þóru Haraldsdóttur auk Nínu Daggar, Unnar Aspar og ótal fleiri leikara. Segir Unnur yfirvöld og Fangelsismálastofnun hafa verið afar hjálplega og verið jákvæða gagnvart því að leggja þáttunum lið. „Við eyddum þriðjudeginum í að koma saman í nýtæmdu fangelsinu þar sem Einar Andrésson, fangavörður Kvennafangelsisins til tuttugu ára, og Haukur Einarsson sálfræðingur voru okkur innan handar. Þetta var mögnuð stund og gefur tóninn fyrir það sem koma skal. Raddir þessara kvenna þurfa að heyrast.“
Tengdar fréttir Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30 Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00 Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Fortíðin og fjölskylduharmur Ágætur leikur nægir ekki til að kveikja neistann í þessu orkulausa fjölskyldumelódrama. 25. mars 2015 11:30
Það er Nóra í mér og þér Unnur Ösp Stefánsdóttir stóð ein á bak við fortjald andartökin fyrir frumsýningu á Dúkkuheimili og hugsaði með sér að þetta snerist alls ekki um hana. Þetta kvöld væri um allar Nórur heimsins og það sé eflaust eitthvað af Nóru í okkur öllum. 3. janúar 2015 10:00