Samningar smullu með skattalækkun Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Þorsteini Víglundssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins, er létt eftir nýgerða kjarasamninga. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir skattabreytingar hafa skipt máli í því að tryggja lágmarkslaun. Fréttablaðið/Vilhelm Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli. Verkfall 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Aðkoma stjórnvalda til að liðka fyrir gerð kjarasamninga skipti miklu máli að sögn forystumanna þeirra félaga sem skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins í gær. Þar má fyrst nefna fyrirhugaðar heildarlækkanir á tekjuskatti einstaklinga sem eiga að auka ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á ári. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að stuðla að bættum kjörum almennings. „Útspil ríkisstjórnarinnar var jákvætt en hafði ekki úrslitaáhrif. Fleiri félagslegar íbúðir og lækkun lækniskostnaðar skiptir félagsmenn okkar máli og er ágætis innlegg,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. „Auðvitað hefðum við viljað sjá aukinn persónuafslátt líka en hann hækkar áfram eins og lög gera ráð fyrir með hækkandi verðlagi.“ Strax í upphafi viðræðna fór SGS fram með skýra kröfu um að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Björn segir deiluna hafa verið erfiða, samninganefnd hafi talið að lengra yrði ekki komist eftir átökin, aðalmarkmiðinu hafi verið náð og kjarasamningar gagnist vel fólki á taxta. „Okkur finnst stór áfangi að ná lágmarkslaunum í þrjú hundruð þúsund krónur, þetta er sigur fyrir fólk sem vinnur á taxta.“ Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Næstu tvær vikurnar verður samningurinn kynntur í aðildarfélögum SGS og skal niðurstaða atkvæðagreiðslu liggja fyrir 22. júní. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir það hafa kostað átak að tryggja lágmarkslaunin og skattabreytingar ríkisstjórnarinnar hafi liðkað til við samningagerðina. „Það sem er mér efst í huga er að ég tel að það hafi náðst að tryggja kaupmáttaraukningu, líka að ná stórum hópi að samningaborðinu. Útspil ríkisstjórnarinnar skipti máli, sérstaklega hvað varðar skattabreytingar. Við tryggðum lágmarkslaunin með þessum hætti.“ Samningurinn verður kynntur félagsmönnum á kynningarfundum næstu daga og vikur til samþykktar. Þorsteinn Víglundsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir töluverðan kostnað felast í nýgerðum kjarasamningum en að á sama tíma sé ákveðinn léttir að hafa komist að niðurstöðu. „Það er ákveðinn léttir að það hafi náðst að landa þessum samningum með farsælum hætti. Það er ljóst að það er töluverður kostnaður sem í þeim felst, í þeim eru miklar launahækkanir sem geta reynt á þol fyrirtækja. Við bindum vonir við það að vegna þess að það er samið til langs tíma ráði fyrirtæki betur við kostnaðaraukann. Það er annars engin leið að meta með hvaða hætti fyrirtæki bregðast við þeim kostnaðarauka sem felst í kjarasamningum. Hér er verið að hækka lægstu laun um liðlega 30% en ýtrustu kröfur voru 50%-70% hækkun allra launa, verðbólguáhrifin verða því minni en ella.“ Hann segir útspil ríkisstjórnar skipta miklu máli og lofar sérstaklega aukið framboð félagslegs húsnæðis. „Það þurfti að bregðast við því að fjöldi fólks á við verulega erfiðleika að etja á húsnæðismarkaði. Þá finnst mér vera góður samhljómur með skattabreytingum ríkisstjórnar og þeim áherslum sem eru í þessum samningum. Við vonum að þegar upp er staðið þá leiði þeir til kaupmáttaraukningar fyrir launafólk og að okkur auðnist að halda þeim stöðugleika sem hefur náðst. Ef við höldum vel á spilunum þá getur þetta orðið farsælt,“ segir Þorsteinn sem segir deiluna hafa verið þá alhörðustu síðustu áratugi. Deila ríkis og BHM er hins vegar enn í hnút. Félagið hafnaði tilboði ríkisins í gær og taldi mikið bera á milli.
Verkfall 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira