Leyfi veitt fyrir tvær hænur á Njálsgötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Íbúinn á Njálsgötu sem fékk leyfi til að halda tvær hænur er enn ekki kominn með þær á staðinn. Vísir/Stefán „Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
„Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira