Gagnrýna hátt verðlag á ferðamannastöðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2015 09:15 Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. VÍSIR/GVA „Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Ferðamenn skilja oft ekki hvernig við Íslendingar getum lifað á þessu landi. Þeir tala þá aðallega um verð á mat og verð á veitingastöðum miðað við meðallaun Íslendinga," segir Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, um hátt verðlag á ferðamannastöðum á Íslandi. Kári hefur að undanförnu skoðað verð á ýmsum ferðamannastöðum á landinu. „Hátt verðlag á ferðamannastöðum er mjög neikvætt fyrir erlenda ferðamenn sem og Íslendinga sem langar að ferðast um landið,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna.Jóhannes Gunnarsson„Verðlagning á Íslandi er frjáls og hafa Neytendasamtökin því engar lagaheimildir til þess að grípa til aðgerða gegn ríflegri álagningu á ferðamannastöðum. Ef menn eru þó farnir að fara langt yfir það sem eðlilegt telst verðum við að kanna hvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes og bætir því við að hátt verðlag á ferðamannastöðum sé gagnrýnisvert fyrir Ísland sem ferðamannaland. „Ég minni líka á það að neytendur á Íslandi eiga að vera gagnrýnir og forðast staði sem selja á óhóflegu verði.“ Neytendasamtökin munu skoða verðlag á ferðamannastöðum á næstu misserum. „Ég var með ferðamann um daginn sem keypti sér bol á 1.500 kr. merktan Hellisheiðarvirkjun. Daginn eftir vorum við í Bláa lóninu og þar kostaði bolur merktur frá þeim um 4.950 kr. Ekki get ég ímyndað mér mikinn gæðamun,” segir Kári.Kári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna.Kári skoðaði einnig verð á svokölluðum Bjórvettlingum. Bjórvettlingar eru framleiddir á íslandi og eru vettlingar úr ull með hólfi fyrir drykki sem haldast kaldir. „Mér var alveg ofboðið þegar ég sá verðið á vettlingunum í Vík. Þeir kostuðu heilar 5.000 kr., en sams konar vettlingar frá Icewear kosta 1.900 kr.“ Auk þessa skoðaði Kári verð á íslenska súkkulaðinu Omnom. „Sextíu og fimm grömm af súkkulaði á 1.490 kr. Hvað kosta þá 100 grömm? Ég spurði afgreiðslustúlku í Bláa lóninu hvort súkkulaðið seldist og hún sagði að mikið seldist af því,“ segir Kári og bætir við að hann bendi ferðamönnum á að kaupa súkkulaði frá Nóa Síríus á mun lægra verði. „Ég myndi ekki benda fólki á að kaupa súkkulaði frá Omnom.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira