Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Verksmiðja Silicor Materials verður innan við þær verksmiðjur sem þegar standa við Hvalfjörð. Fréttablaðið/Pjetur „Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira