Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Verksmiðja Silicor Materials verður innan við þær verksmiðjur sem þegar standa við Hvalfjörð. Fréttablaðið/Pjetur „Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
„Það má vera að þessi verksmiðja sé eitthvað hreinni en álver en við trúum því ekki lengur að það sé eitthvað lítil mengun á ferðinni,“ segir Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju í Hvalfirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sendi á dögunum Umhverfisvaktinni svör við spurningum félagsins vegna sólarkísilverksmiðjunnar sem kanadíska fyrirtækið Silicor Materials hyggst reisa í landi Kataness, austan við núverandi verksmiðjur í Hvalfirði. Ragnheiður segir svör Gísla ekki bæta í þeir eyður sem fyrir séu.Ragnheiður Þorgrímsdóttir.„Við vitum að þetta er tilraunaverksmiðja og flestar upplýsingarnar koma frá þeim sjálfum, eðlilega vegna þess að þetta er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir með þessari aðferð,“ segir Ragnheiður og minnir á að til þessa hafi aðeins verið framleidd 700 tonn með þeirri aðferð sem Silicor beitir. „Okkur finnst það mikið veikleikamerki að nota eigi þá þekkingu sem er fyrir hendi eftir að hafa búið til 700 tonn til að slengja sér út í framleiðslu hér upp á 16 til 19 þúsund tonn á ári. Það er ekki rétt að taka við þessari verksmiðju með svo lítinn þekkingarlegan bakgrunn,“ segir Ragnheiður. Þá segir formaður Umhverfisvaktarinnar það snerta fólk við Hvalfjörð beint að bæta eigi enn einni verksmiðjunni við tvær stórar og tvær minni verksmiðjur í Hvalfirði. „Við fáum alltaf loforð í hvert skipti sem það bætist við verksmiðja að hún mengi svo lítið og að það verði svo gott eftirlit. En þau loforð bara standast ekki,“ segir Ragnheiður. „Menn gleyma líka alltaf að reikna inn samlegðaráhrifin. Við vitum að eftir nokkur ár fara neytendur að spá enn meira í upprunamerkingar á matvælum. Hvort sem það er eitur í þeim eða ekki munu neytendur örugglega sneiða hjá matvælum sem eru framleidd við þessi skilyrði.“ Í nýju svarbréfi Umhverfisvaktarinnar til Faxaflóahafna eru ítrekaðar fyrri efasemdir, sérstaklega vegna margvíslegrar mengunar. Einnig er vikið að þeim rökum að stóriðja sé réttlætanleg vegna mikillar atvinnusköpunar. Þar sé blandað saman ólíkum málum. „Atvinna er annað mál og mikilvægt, en það er ekki atvinnuleysi við Hvalfjörð,“ segir Umhverfisvaktin sem kveður forsvarsmenn Faxaflóahafna verða að átta sig á að Faxaflóahafnir séu aðeins einn margra landeigenda í Hvalfirði. „Haldi þeir að hlutur Faxaflóahafna sé merkilegri eða réttmeiri en hlutur annarra er það á misskilningi byggt.“ Ragnheiður minnir á að Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í Faxaflóahöfnum. „Ef þetta er svona hrein stóriðja, af hverju er þetta ekki bara við hafnarbakkann í Reykjavík? Þar er nóg vinnuafl.“gar@frettabladid.is
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira