Loksins farinn að æfa aukalega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2015 06:15 Sigurður Egill Lárusson Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Sigurður Egill Lárusson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins en hann átti stórleik í 2-0 sigri Vals á FH á sunnudaginn. „Þetta var frábær dagur og nánast fullkominn leikur,“ sagði Sigurður í samtali við Fréttablaðið í gær en hann skoraði bæði mörk Vals í leiknum og hefur því komið með beinum hætti að öllum fjórum mörkum Valsmanna á tímabilinu en hann lagði upp bæði mörkin í 2-2 jafntefli við Víking í 2. umferðinni. Sigurður segir að leikáætlun Valsmanna gengið fullkomlega upp.Lengsta æfing sem ég man eftir „Það var lykilatriði að fá ekki á sig mark í fyrri hálfleik þegar þeir voru með vindinn í bakið. Við vörðumst gríðarlega vel og þeir sköpuðu sér lítið. Svo nýttum við okkur vindinn í seinni hálfleik og fengum fullt af færum og nýttum tvö þeirra,“ sagði Sigurður en kom frammistaðan honum á óvart? „Í rauninni ekki. Mér fannst leikurinn á móti Víkingi virkilega góður og við ætluðum að byggja ofan á hann. Svo þekkir Óli (Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals) vel til FH-liðsins og hann lagði leikinn vel upp. Fyrir leikinn tókum við einhverja lengstu æfingu sem ég man eftir, þar sem við fórum yfir FH-liðið og sérstaklega föstu leikatriðin,“ sagði Sigurður en fjögur af fimm mörkum sem Valur hafði fengið á sig komu eftir uppsett atriði. Eins og fyrr sagði hefur Sigurður, sem er uppalinn Víkingur, byrjað tímabilið af miklum krafti og er þegar búinn að tvöfalda markafjölda sinn síðan í fyrra. Hann segist hafa æft vel í vetur. „Ég hef sjaldan verið í eins góðu formi og núna. Maður er loksins farinn að æfa aðeins aukalega og leggja meira á sig. Og það virðist vera að skila sér,“ sagði Sigurður sem líður best á hægri kantinum. „Mér líður vel þegar ég er kominn á hægri kantinn og get keyrt inn á völlinn en annars er ég ekki að spila öðruvísi en síðustu ár,“ sagði Sigurður sem er á sínu þriðja tímabili með Val.Evrópusætið er markmiðið En hversu langt getur Valsliðið farið í sumar að mati Sigurðar? „Ég hef trú á liðinu og við ætlum okkur að vera í toppbaráttu. Við settum okkur markmið fyrir mót að berjast um Evrópusæti.“ Valsmenn sækja Breiðablik heim í kvöld en þá fer heil umferð fram. Sigurður býst við erfiðum leik gegn Kópavogsliðinu sem er með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar. „Við erum að fara að mæta sterku liði Blika sem við lágum illa fyrir í átta-liða úrslitum Lengjubikarnum fyrir um mánuði síðan. Við eigum harma að hefna gegn þeim,“ sagði Sigurður Egill Lárusson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira