Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. maí 2015 07:30 "Gríðarleg hávaða- og sjónmengun er nú þegar frá Grundartanga. Tilkoma Silicor Materials mun gera hana langtum verri,“ segir Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi til Faxaflóahafna. Fréttablaðið/GVA „Finnst forsvarsmönnum Faxaflóahafna réttlætanlegt að sannreyna tilraunastarfsemi Silicor Materials á náttúru og lífríki Hvalfjarðar?“ spyr Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á föstudag. Í bréfi sínu spyr Umhverfisvaktin um væntanlega starfsemi kanadíska fyrirtækisins Silicor Materials. „Á Grundartanga er stefnt að því að stórauka framleiðslu sem hefur aðeins verið á tilraunastigi í tvö ár, en það er of stuttur tími til að sannreyna ferlið. Hefur verið gerð áhættugreining vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi?“ spyr Umhverfisvaktin og bendir á að Silicor Materials sé ungt fyrirtæki með nýja tækni við hreinsun kísils. „Einungis hafa verið framleidd 5-700 tonn af hreinum kísil með hinni nýju aðferð Silicor Materials í Kanada. Áætluð ársframleiðsla Silicor Materials á Grundartanga er um 19.000 tonn. Mjög lítil reynsla er komin á framleiðsluna,“ segir Umhverfisvaktin og spyr hvort Faxaflóahafnir hafi fengið ráðgjöf aðila sem hafa starfað fyrir Silicor Materials á Íslandi. „Hvaða stöðu og sérþekkingu hefur ráðgjafarfyrirtækið VSÓ og aðrir sem hafa lagt mat á fyrirhugaða starfsemi Silicor Materials á Íslandi, til að leggja óháð mat byggt á sérfræðiþekkingu á starfsemi verksmiðjunnar?“ spyr Umhverfisvaktin. VSÓ hafi verið álitsgjafi Reykjavíkurborgar varðandi Hellisheiðarvirkjun þar sem umdeild tilraunastarfsemi valdi vandræðum. „Er ekki hægt að læra eitthvað af Hellisheiðarvirkjun og núverandi stöðu mengunarmála vegna stóriðju á Grundartanga?“ Margar fleiri athugasemdir og spurningar eru í bréfinu. „Þegar talað er um „óverulega mengun“ er meðal annars átt við um 60 tonn af ryki sem fari árlega út í andrúmsloftið frá fyrirhugaðri verksmiðju Silicor Materials. Hvaða eiturefni munu verða í þessu „ryki“ og í hvaða magni?“ er meðal annars spurt.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirHittu borgarstjórann Þá segir að mikill hraði hafi verið á málinu. Stjórn Umhverfisvaktarinnar hafi hitt Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna málsins 31. mars og lýst áhyggjum. „Innan örskamms tíma var skrifað undir samninga við Silicor. Borgarstjórinn gaf sér ekki tíma til að hlusta á rök okkar. Hvers vegna?“ spyr Umhverfisvaktin. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að svara bréfinu. Bæði Umhverfisstofnun og talsmenn Silicor hafa fullyrt að engin mengun verði af kísilverksmiðju fyrirtækisins. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Finnst forsvarsmönnum Faxaflóahafna réttlætanlegt að sannreyna tilraunastarfsemi Silicor Materials á náttúru og lífríki Hvalfjarðar?“ spyr Umhverfisvaktin við Hvalfjörð í bréfi sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á föstudag. Í bréfi sínu spyr Umhverfisvaktin um væntanlega starfsemi kanadíska fyrirtækisins Silicor Materials. „Á Grundartanga er stefnt að því að stórauka framleiðslu sem hefur aðeins verið á tilraunastigi í tvö ár, en það er of stuttur tími til að sannreyna ferlið. Hefur verið gerð áhættugreining vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar og starfsemi?“ spyr Umhverfisvaktin og bendir á að Silicor Materials sé ungt fyrirtæki með nýja tækni við hreinsun kísils. „Einungis hafa verið framleidd 5-700 tonn af hreinum kísil með hinni nýju aðferð Silicor Materials í Kanada. Áætluð ársframleiðsla Silicor Materials á Grundartanga er um 19.000 tonn. Mjög lítil reynsla er komin á framleiðsluna,“ segir Umhverfisvaktin og spyr hvort Faxaflóahafnir hafi fengið ráðgjöf aðila sem hafa starfað fyrir Silicor Materials á Íslandi. „Hvaða stöðu og sérþekkingu hefur ráðgjafarfyrirtækið VSÓ og aðrir sem hafa lagt mat á fyrirhugaða starfsemi Silicor Materials á Íslandi, til að leggja óháð mat byggt á sérfræðiþekkingu á starfsemi verksmiðjunnar?“ spyr Umhverfisvaktin. VSÓ hafi verið álitsgjafi Reykjavíkurborgar varðandi Hellisheiðarvirkjun þar sem umdeild tilraunastarfsemi valdi vandræðum. „Er ekki hægt að læra eitthvað af Hellisheiðarvirkjun og núverandi stöðu mengunarmála vegna stóriðju á Grundartanga?“ Margar fleiri athugasemdir og spurningar eru í bréfinu. „Þegar talað er um „óverulega mengun“ er meðal annars átt við um 60 tonn af ryki sem fari árlega út í andrúmsloftið frá fyrirhugaðri verksmiðju Silicor Materials. Hvaða eiturefni munu verða í þessu „ryki“ og í hvaða magni?“ er meðal annars spurt.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.VísirHittu borgarstjórann Þá segir að mikill hraði hafi verið á málinu. Stjórn Umhverfisvaktarinnar hafi hitt Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna málsins 31. mars og lýst áhyggjum. „Innan örskamms tíma var skrifað undir samninga við Silicor. Borgarstjórinn gaf sér ekki tíma til að hlusta á rök okkar. Hvers vegna?“ spyr Umhverfisvaktin. Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að svara bréfinu. Bæði Umhverfisstofnun og talsmenn Silicor hafa fullyrt að engin mengun verði af kísilverksmiðju fyrirtækisins.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira