Frosni kjúklingurinn að klárast hjá Bónus sveinn arnarsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Kjúklingabirgðir landsins verða búnar innan skamms. Ferskur kjúklingur er ófáanlegur og frosinn kjúklingur verður brátt einnig uppseldur. Fréttablaðið/Valli Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson. Verkfall 2016 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Hundruð tonna af kjöti liggja á hafnarbakkanum í Sundahöfn eða í skipum á leið til landsins og fást ekki afgreidd til kjötafurðastöðva til vinnslu. Í næstu viku verður nautahakk og frosinn kjúklingur til þurrðar genginn náist ekki samningar milli dýralækna og ríkisins. Þungt hljóð er í svínabændum sem telja stöðuna ólíðandi fyrir bú sín. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri Kjötmarkaðarins, segir að í næstu viku verði ekki hægt að fá nautahamborgara á landinu. Slátrun stórgripa liggur að mestu niðri og ekki sé hægt að tollafgreiða nautahakkefni sem liggur á hafnarsvæði í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við munum eiga nóg af nautahakki í þessari viku. Hins vegar er mjög líklegt að nautahakk verði búið í landinu þegar næsta vika rennur sitt skeið. Ástandið er alvarlegt og ég veit til þess að sumar kjötvinnslur eru farnar af stað með prófanir á að búa til hamborgara úr lambakjöti,“ segir Guðmundur. Að sögn Guðmundar á hann um 40 tonn af kjötafurðum í tveimur gámum sem ekki sé hægt að tollafgreiða. Dýralæknar hjá Matvælastofnun þurfa að votta innflutning og því hefur ekkert kjöt verið flutt inn frá því verkfall hófst. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Svalbarðseyri, tekur í sama streng og segir um 60 tonn af kjöti bíða á hafnarbakka eftir því að verða afgreidd til þeirra.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir sumar tegundir búnar og í næstu viku muni fleiri vörutegundir klárast á markaðnum. „Ferskur kjúklingur er auðvitað ekki til og um næstu helgi verður einnig frosinn kjúklingur búinn. Nautakjöt verður einnig búið á þeim tíma og því munum við bara verða með fisk og lamb og svínakjöt á grillið í okkar verslunum. Þetta er staðan sem við búum við ef ekki semst fyrir þann tíma,“ segir Guðmundur. Svínabændur eru einnig uggandi yfir stöðu sinni og segja dýravelferð vera afgangsstærð í verkfalli dýralækna. Ferskt svínakjöt er ekki til í landinu í dag og eru svínabú þeirra að fyllast af grísum sem komnir eru í sláturstærð. Andrés Kristinsson, svínabóndi í Eyjafirði, segir stöðuna ólíðandi. „Við svínabændur erum aðeins þriðji aðili í þessari kjaradeilu og erum ekki viðsemjendur við dýralækna. Hins vegar bitnar verkfallið aðeins á okkur fjárhagslega,“ segir Andrés Kristinsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira