Villta vestur drónanna á enda kjartan hreinn njálsson skrifar 2. maí 2015 18:15 Nú styttist í að reglur um dróna verði kynntar. nordicphotos/getty Þegar ný, byltingarkennd tækni er annars vegar hefur síðasta öld eða svo verið gjöful, svo um munar. Í raun hafa vísindamenn, verkfræðingar og frumkvöðlar af öllum toga verið svo duglegir að við hin eigum í bölvuðum erfiðleikum með að halda í við þá. Tækninni fleygir fram og við neytendur sitjum eftir. Grunlausir – jafnvel firrtir – þátttakendur í byltingunni. Eins og við höfum séð á allra síðustu árum fylgja þessari þróun flókin lagaleg vandamál. Hvernig komum við böndum á nýja, framandi tækni með ákvæðum og reglugerðum án þess að kæfa nýjungina í fæðingu? Þessa daga keppast þjóðir heimsins við að koma á reglugerðum um notkun ómannaðra loftfara. Hér höfum við tækni sem er svo ný að Íslendingar hafa ekki einu sinni sammælst um hvað á að kalla hana. Flygildi segja sumir, aðrir nota dróni. Enn aðrir nota mannleysa (oftar en ekki í hálfkæringi) og síðan vill einn spekingur nota orðið sviffluga, sem er mögulegt samheiti yfir sjálfan höfund orðsins, Ómar Ragnarsson (Pæling: Þetta leiðinlega suð í drónunum. Við gætum hreinlega kallað fyrirbærið ómar. Hefur jafnvel menningarsögulega tengingu. „Hvað er þetta á flugi þarna?“ „Nú, ómar auðvitað.“ – Þið pælið í þessu).Þórólfur Árnason, forstjóri samgöngustofu.Gjöfin í ár Lengi vel var notkun ómannaðra loftfara takmörkuð við hernað. Með ódýrri tölvutækni og skynjurum, minni myndavélum og fleiru eru drónar (það fallbeygist bara svo vel) skyndilega að ryðja sér til rúms á almennum markaði, þrátt fyrir að vera háðir vissum tæknilegum takmörkunum þegar kemur að drægni og sjálfstýringu. Engu að síður njóta þeir gríðarlegra vinsælda. Greiningarfyrirtækið Lux Research áætlar að í kringum 500 þúsund drónar hafi verið seldir á almennum markaði á síðasta ári. Miðað við bestu spár verða 1,6 milljónir dróna seldar á heimsvísu árið 2025. Sama spá gerir ráð fyrir að velta markaðarins nemi 28 milljörðum króna það ár. Það sem stendur helst í vegi fyrir að drónar nái slíkum vinsældum eru reglugerðir. Kanadamenn og Ástralar hafa tekið af skarið og komið á stífum reglum um notkun dróna en slíkt er vart að finna hjá öðrum þjóðum. Það er þó að fara að breytast hérna á Íslandi.Tækifæri og takmarkanir Samgöngustofa hefur unnið að tillögum að reglugerð um ómönnuð flugför. Þórólfur Árnason forstjóri vonast til að skila tillögum til innanríkisráðuneytisins „öðrum hvorum megin við helgina“. Ráðuneytið taki þá við og birti drögin til almennrar umsagnar í kjölfarið. „Þarna er verið að taka sérstaklega fyrir ómönnuð flugför eða dróna að ákveðinni þyngd, að þeim sé flogið í ákveðinni hæð og að það sé full stjórn á þeim,“ segir Þórólfur, sem er vélaverkfræðingur að mennt, og ítrekar að eins og með leikföng af öllum toga gildi almenn landslög um ábyrgð þeirra sem er við stjórnvölinn. Jafnframt er þegar öll truflun á flugvallarsvæðum bönnuð. „Það er mikið verið að skoða þetta meðal erlendra þjóða og þá fyrst og fremst að gæta að einkalífi og að þetta hindri ekki aðrar loftferðir, mannaðar loftferðir. Það eru öryggissjónarmið sem við leggjum áherslu á.“ Að sögn Þórólfs hefur Samgöngustofa haft samráð við áhugamenn um drónatækni og fagaðila, stóru flugfélögin, ISAVIA og fleiri. „Við höfum frekar verið að horfa á möguleikana og tækifærin sem felast í þessu. Og ég tel að það séu miklir möguleikar hérna,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að loftrými Íslands sé nokkuð sérstakt. Við erum langt frá öðrum þjóðum, þar sem drónar eru víða bannaðir vegna hernaðarlegs mikilvægis. „Við höfum hér tækifæri til að nýta þessa auðlind sem loftrými okkar er.“ Þannig væri hægt að nýta loftrými Íslands eða svæði innan þess sem eins konar tilraunasvæði fyrir dróna. Þegar hefur borist beiðni um slíkt frá erlendum aðila en Þórólfur getur ekki gefið upp um hvaða fyrirtæki er að ræða. „Það liggur fyrir mjög athyglisverð beiðni frá ákveðnum aðila um slíkt. Frátekið loftrými á ákveðnum stað til prófana.“Ábyrgð notandans Reglur geta hamlað eða örvað tækniþróun. Greinendur Lux Research benda á að framtíð drónatækninnar á hinum almenna markaði sé enn óljós. Skortur á reglum sé ekki endilega til þess að efla áhuga fólks á tækninni, þvert á móti. Þegar vafasamar uppákomur eiga sér stað grípa svifasein stjórnvöld til róttækra, jafnvel gerræðislega aðgerða með hreinu banni. Þetta hefur átt sér stað í Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku. „Ég hef mest hugað að því að þetta sé á ábyrgð notandans, að þessir hlutir séu merktir og að hægt sé að rekja þá til þess sem ber ábyrgð á þeim,“ segir Þórólfur. Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Þegar ný, byltingarkennd tækni er annars vegar hefur síðasta öld eða svo verið gjöful, svo um munar. Í raun hafa vísindamenn, verkfræðingar og frumkvöðlar af öllum toga verið svo duglegir að við hin eigum í bölvuðum erfiðleikum með að halda í við þá. Tækninni fleygir fram og við neytendur sitjum eftir. Grunlausir – jafnvel firrtir – þátttakendur í byltingunni. Eins og við höfum séð á allra síðustu árum fylgja þessari þróun flókin lagaleg vandamál. Hvernig komum við böndum á nýja, framandi tækni með ákvæðum og reglugerðum án þess að kæfa nýjungina í fæðingu? Þessa daga keppast þjóðir heimsins við að koma á reglugerðum um notkun ómannaðra loftfara. Hér höfum við tækni sem er svo ný að Íslendingar hafa ekki einu sinni sammælst um hvað á að kalla hana. Flygildi segja sumir, aðrir nota dróni. Enn aðrir nota mannleysa (oftar en ekki í hálfkæringi) og síðan vill einn spekingur nota orðið sviffluga, sem er mögulegt samheiti yfir sjálfan höfund orðsins, Ómar Ragnarsson (Pæling: Þetta leiðinlega suð í drónunum. Við gætum hreinlega kallað fyrirbærið ómar. Hefur jafnvel menningarsögulega tengingu. „Hvað er þetta á flugi þarna?“ „Nú, ómar auðvitað.“ – Þið pælið í þessu).Þórólfur Árnason, forstjóri samgöngustofu.Gjöfin í ár Lengi vel var notkun ómannaðra loftfara takmörkuð við hernað. Með ódýrri tölvutækni og skynjurum, minni myndavélum og fleiru eru drónar (það fallbeygist bara svo vel) skyndilega að ryðja sér til rúms á almennum markaði, þrátt fyrir að vera háðir vissum tæknilegum takmörkunum þegar kemur að drægni og sjálfstýringu. Engu að síður njóta þeir gríðarlegra vinsælda. Greiningarfyrirtækið Lux Research áætlar að í kringum 500 þúsund drónar hafi verið seldir á almennum markaði á síðasta ári. Miðað við bestu spár verða 1,6 milljónir dróna seldar á heimsvísu árið 2025. Sama spá gerir ráð fyrir að velta markaðarins nemi 28 milljörðum króna það ár. Það sem stendur helst í vegi fyrir að drónar nái slíkum vinsældum eru reglugerðir. Kanadamenn og Ástralar hafa tekið af skarið og komið á stífum reglum um notkun dróna en slíkt er vart að finna hjá öðrum þjóðum. Það er þó að fara að breytast hérna á Íslandi.Tækifæri og takmarkanir Samgöngustofa hefur unnið að tillögum að reglugerð um ómönnuð flugför. Þórólfur Árnason forstjóri vonast til að skila tillögum til innanríkisráðuneytisins „öðrum hvorum megin við helgina“. Ráðuneytið taki þá við og birti drögin til almennrar umsagnar í kjölfarið. „Þarna er verið að taka sérstaklega fyrir ómönnuð flugför eða dróna að ákveðinni þyngd, að þeim sé flogið í ákveðinni hæð og að það sé full stjórn á þeim,“ segir Þórólfur, sem er vélaverkfræðingur að mennt, og ítrekar að eins og með leikföng af öllum toga gildi almenn landslög um ábyrgð þeirra sem er við stjórnvölinn. Jafnframt er þegar öll truflun á flugvallarsvæðum bönnuð. „Það er mikið verið að skoða þetta meðal erlendra þjóða og þá fyrst og fremst að gæta að einkalífi og að þetta hindri ekki aðrar loftferðir, mannaðar loftferðir. Það eru öryggissjónarmið sem við leggjum áherslu á.“ Að sögn Þórólfs hefur Samgöngustofa haft samráð við áhugamenn um drónatækni og fagaðila, stóru flugfélögin, ISAVIA og fleiri. „Við höfum frekar verið að horfa á möguleikana og tækifærin sem felast í þessu. Og ég tel að það séu miklir möguleikar hérna,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að loftrými Íslands sé nokkuð sérstakt. Við erum langt frá öðrum þjóðum, þar sem drónar eru víða bannaðir vegna hernaðarlegs mikilvægis. „Við höfum hér tækifæri til að nýta þessa auðlind sem loftrými okkar er.“ Þannig væri hægt að nýta loftrými Íslands eða svæði innan þess sem eins konar tilraunasvæði fyrir dróna. Þegar hefur borist beiðni um slíkt frá erlendum aðila en Þórólfur getur ekki gefið upp um hvaða fyrirtæki er að ræða. „Það liggur fyrir mjög athyglisverð beiðni frá ákveðnum aðila um slíkt. Frátekið loftrými á ákveðnum stað til prófana.“Ábyrgð notandans Reglur geta hamlað eða örvað tækniþróun. Greinendur Lux Research benda á að framtíð drónatækninnar á hinum almenna markaði sé enn óljós. Skortur á reglum sé ekki endilega til þess að efla áhuga fólks á tækninni, þvert á móti. Þegar vafasamar uppákomur eiga sér stað grípa svifasein stjórnvöld til róttækra, jafnvel gerræðislega aðgerða með hreinu banni. Þetta hefur átt sér stað í Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku. „Ég hef mest hugað að því að þetta sé á ábyrgð notandans, að þessir hlutir séu merktir og að hægt sé að rekja þá til þess sem ber ábyrgð á þeim,“ segir Þórólfur.
Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels