Erfitt að manna störf með Íslendingum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2015 12:00 Reykjavík Svo gæti farið að hlutfallslega fleiri útlendingar störfuðu við ferðaþjónustu á landsbyggðinni en í höfuðborginni. Mikill fjöldi ferðamanna í Reykjavík yfir vetrarmánuðina býr til fleiri heilsárstörf á suðvesturhorni landsins en annars staðar á landinu. Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ferðaþjónusta Erfiðara er fyrir ferðaþjónustuaðila á landsbyggðunum að fá til sín íslenskt starfsfólk yfir sumartímann. Árstíðasveiflur í ferðaþjónustu eru nánast horfnar á höfuðborgarsvæðinu á meðan þeirra gætir enn úti á landi. Þessi þróun kann að valda því að árstíðabundin störf í ferðaþjónustu verði fremur á landsbyggðunum en heilsárstörfum fjölgi á höfuðborgarsvæðinu. Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra, segir erfitt að manna stöður í ferðaþjónustu á landsbyggðunum með íslensku vinnuafli. „Íslendingar í atvinnuleit eru fastir á sínum stað og eru alls ekki tilbúnir til að fara og búa í dreifbýli í stuttan tíma þar sem heilsárstörfin vantar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Það er mjög erfitt fyrir fólk í atvinnuleit að rífa sig upp og flytja annað. Það er okkar tilfinning að ferðaþjónustuaðilar beini því auglýsingum sínum í auknum mæli á evrópsku vinnumiðlunina EURES og fái þá starfsfólk til sín erlendis frá,“ segir Soffía. Edward Huijbens, doktor í ferðamálafræðum við Rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina geta skapað mikil tækifæri í aukinni menntun ferðaþjóna á Íslandi. „Nú eru allar forsendur fyrir því að á Íslandi geti starfað á heilsársgrundvelli menntað fólk í hótelbransanum. Allavega er þetta hægt á höfuðborgarsvæðinu þar sem árstíðasveifla í fjölda ferðamanna er nánast að hverfa. Hins vegar er sveiflan enn það mikil úti á landi að lítið er um varanleg störf í greininni á heilsársgrundvelli,“ segir Edward. Fréttablaðið greindi frá því þann 30. mars síðastliðinn að fjölgun starfsmanna innan íslenskrar ferðaþjónustu yrði ekki mætt með íslensku vinnuafli. Þá væri fjöldi sérhæfðs starfsfólks í engu samræmi við ferðamannastrauminn til Íslands. Erlendu starfsfólki myndi því fjölga í sumarstörfum sem frekar yrðu unnin á landsbyggðunum en í höfuðborginni. „Við munum ekki fá heilsárstörf í greininni á landsbyggðinni nema við gerum annað af tvennu,“ segir Edward. „Bæta tengingar við Keflavík út á land eða bæta við annarri gátt inn í landið fyrir erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira