Lífið

Íslendingar taka höndum saman og safna fyrir bágstadda í Nepal

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Kushu Gurung tekur við styrknum frá Nemendafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti í gær.
Kushu Gurung tekur við styrknum frá Nemendafélagi Fjölbrautaskólans í Breiðholti í gær.
„Ég get ekki ímyndað mér hvernig ástandið er þarna. Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir Kushu Gurung í Félagi Nepala á Íslandi um ástandið í heimalandi hennar. Hún segir flesta Nepala sem hún þekkir hér heima hafa náð sambandi við ættingja sína úti.

„Við vorum bara í áfalli fyrstu dagana, það var hræðilega erfitt fyrir okkur öll að ná ekki sambandi við þau strax.“ Félag Nepala á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun, og ætlar af því tilefni að boða til neyðarfundar vegna ástandsins á föstudag.

„Það hafa eiginlega bara verið fréttir og myndir frá Katmandú, en það eru fleiri smábæir sem þurfa líka á aðstoð að halda. Þetta er bara gríðarlega erfiður tími og það skiptir máli að við stöndum saman,“ segir hún. Í gær afhenti Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti þeim 150 þúsund króna styrk, en í skólanum eru sjö nemendur frá Nepal.

„Við erum mjög þakklát fyrir styrkinn. Það skiptir ekki máli hvort það er stórt eða lítið sem fólk gefur í söfnunina eða hvort það er matur, peningur eða föt. Allt hjálpar,“ segir hún.


Tengdar fréttir

Styrktartónleikar Alvogen

Þann 6. júní næstkomandi hefur lyfjafyrirtækið Alvogen boðað til styrktartónleika í Hörpu í samstarfi við UNICEF og Rauða krossinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×