Guðbjörg: Fríða getur gleymt því að vera fyrst til að skora hjá mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir er ekki enn búin að fá á sig mark í norsku úrvalsdeildinni. vísir/AFP „Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Sjá meira
„Það bjuggust allir við því að sóknarleikurinn yrði okkar aðalsmerki,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, við Fréttablaðið, um lið sitt Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sóknarleikurinn hefur aðeins „brugðist“, en liðið er bara búið að skora fimm mörk í fyrstu fjórum leikjunum. Það kemur þó ekki að sök því Guðbjörg er búin að halda hreinu í öllum leikjunum fjórum og eru meistararnir því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. „Við erum meira með boltann í öllum leikjunum en náum ekki að skora nóg. En eitt mark er nóg á meðan við fáum ekki á okkur mark,“ segir Guðbjörg. Hún kom á miðju sumri til Lilleström í fyrra en komst aldrei í byrjunarliðið. „Ég fór í aðgerð á hné og var ekki leikfær fyrr en í byrjun október. Þá voru svo fáir leikir eftir að það var engin ástæða til að skipta út markverðinum. En það var ógeðslega svekkjandi að fá ekki að spila,“ segir Guðbjörg. Einn af landsliðsmarkvörðum Noregs stóð vaktina í marki LSK í fyrra en sá missti byrjunarliðssætið til Guðbjargar í vetur. „Ég er í bullandi samkeppni við þessa norsku sem er í baráttunni um að komast með Noregi á HM. Ég er búin að spila alla leikina frá og með mars og hlýt nú að vera langt komin með að tryggja mér byrjunarliðssætið endanlega eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu fjórum leikjunum,“ segir Guðbjörg. Næsti leikur LSK er Íslendingaslagur á móti Avaldsnes þar sem markavélin Hólmfríður Magnúsdóttir er á mála. „Hún verður ekki sú fyrsta sem skorar hjá mér. Það er alveg klárt. Hún sagði á Facebook að hún ætlaði að „klobba“ mig. Hún getur náttúrlega gleymt því,“ segir Guðbjörg sem nýtur lífins hjá Lilleström enda dálkurinn yfir mörk fengin á sig fastur í núlli. „Það er gott fyrir egóið en maður verður bara að halda áfram.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fleiri fréttir Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak meiddur og missir af æfingaferðinni Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Sjá meira