Engin ógn að leyfa dreng að heita Gests Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2015 12:00 Þau mæðgin Ingi Gests Guðjónsson og Bjarnlaug Jónsdóttir með mynd af bróður Bjarnlaugar og nafna Inga Gests sem lést árið 1990. Mynd/Bjarnlaug Jónsdóttir Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira