Engin ógn að leyfa dreng að heita Gests Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2015 12:00 Þau mæðgin Ingi Gests Guðjónsson og Bjarnlaug Jónsdóttir með mynd af bróður Bjarnlaugar og nafna Inga Gests sem lést árið 1990. Mynd/Bjarnlaug Jónsdóttir Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira