Engin ógn að leyfa dreng að heita Gests Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2015 12:00 Þau mæðgin Ingi Gests Guðjónsson og Bjarnlaug Jónsdóttir með mynd af bróður Bjarnlaugar og nafna Inga Gests sem lést árið 1990. Mynd/Bjarnlaug Jónsdóttir Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Dómsmál Héraðsdómur Reykjavíkur komst í gær að þeirri niðurstöðu að mannanafnanefnd væri óheimilt að banna foreldrum að skíra barnið sitt Gests að millinafni. Forsaga málsins er sú að Ingi Gests Guðjónsson fæddist í júní 2013 og var skírður nafni sínu í júlí sama ár. Hann heitir í höfuðið á hálfbróður móður sinnar, sem er látinn. Sá lést fyrir aldur fram 22 ára að aldri úr alnæmi árið 1990 og var alnafni afa síns. Foreldrarnir sóttu í kjölfarið um heimild til að nota millinafnið Gests. Mannanafnanefnd hafnaði beiðninni í ágúst árið 2013. Héraðsdómur segir að skerðing á grundvallarréttindum, líkt og réttinum til nafns, megi aldrei ganga lengra en þörf krefji. Ekki hafi verið sýnt fram á að brýna nauðsyn bæri til takmörkunar umræddrar nafngiftar, auk þess sem almannahagsmunir krefjist þess ekki. Þá taldi dómurinn að það sé ekki ógn við íslenska nafnahefð eða málkerfi íslenskrar tungu þótt drengurinn fái að bera millinafnið Gests. Bjarnlaug Jónsdóttir, móðir Inga Gests, segist himinlifandi yfir niðurstöðunni. „Þetta er svolítið eins og að fá smá hluta af bróður mínum með nafninu einhvern veginn. Þetta er æðislegt,“ segir Bjarnlaug. Hún segir fjölskylduna ætla að halda upp á tíðindin með óformlegri nafnaveislu. „Ég keypti allavega blóm og hugsa að ég baki köku,“ segir hún létt. Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður sem flutti málið segir að niðurstöðunni verði komið áfram til mannanafnanefndar og innanríkisráðuneytisins sem taki síðan ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. Það liggur því ekki fyrir að svo stöddu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Inga Gests, segir að ríkið þurfi að fara að skoða sinn gang í þessum málaflokki. „Það hafa nú fallið dómar í þremur mannanafnamálum á undanförnum rúmum tveimur árum og öll hafa þau farið á sama veg, þann að íslenska ríkið hefur beðið lægri hlut. Þessar niðurstöður hljóta að vera hið minnsta vísbending um að eitthvað sé bogið við kerfið eins og það er.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira