Varnaðarorðin voru hunsuð Svavar Hávarðsson skrifar 25. apríl 2015 12:00 Mikill vatnsflaumur rennur nú út í Fnjóskadal um munna Vaðlaheiðaganga að austan. Mynd/Auðunn Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. Pálmi Kristinsson verkfræðingur var einn þeirra sem báðu menn að fara sér hægt, og birti ítarlega og sjálfstæða úttekt á forsendum ganganna í árslok 2011. Pálmi taldi að framkvæmdin yrði mun dýrari en þá var gert ráð fyrir og að milljarða kostnaður myndi að lokum falla á ríkissjóð. Eitt af því sem Pálmi varaði við var að forsendur stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. (VHG), um áætlaðan umframkostnað á framkvæmdatíma væri vanáætlaður, en VHG gerði ráð fyrir að hann yrði 7 prósent.Pálmi taldi að þessi kostnaður yrði um 15 prósent miðað við fyrirliggjandi kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar frá nóvember 2011. Hafði hann til hliðsjónar að umframkostnaðurinn við Héðinsfjarðargöng nam 2,1 milljarði eða um 17 prósent, eins og Fréttablaðið fjallaði um á fimmtudag. Þar varð vatnsagi til óþurftar rétt eins og ítrekað í Vaðlaheiðargöngum þar sem framkvæmdir hafa þegar tafist um fimm mánuði hið minnsta, og liggja að hluta til niðri vegna nýjasta lekans sem hefur fyllt göngin af vatni að hluta. Pálmi segir að því miður virðist hann hafa verið réttspár, en vandinn sé meiri en hann gerði ráð fyrir.Sjá einnig: Lekinn mun kosta milljarða „Því miður virðist þetta ætla að verða dekkra dæmi en ég sá fyrir. Það er deginum ljósara nú þegar, að þetta er alvarlegra dæmi en ég gerði ráð fyrir,“ segir Pálmi og bætir við að litlum vafa sé undirorpið að aukinn kostnaður við Vaðlaheiðargöng fellur á ríkissjóð, nema sérstaklega hafi verið gert ráð fyrir öðru í verksamningum. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um það hérlendis að verktakar beinlínis hagnist af vandamálum sem koma upp á framkvæmdatíma, þó það þurfi ekki að eiga við hér. Í upphaflegri skýrslu sinni taldi Pálmi útilokað að veggjöld myndu standa undir kostnaði við gerð og rekstur Vaðlaheiðarganga, en athugasemdir sínar um forsendur verksins setti hann fram í 27 sjálfstæðum liðum. Hann segir að staða verksins í dag styrki efasemdir sínar um að tekjur af veggjöldum muni ná að standa undir öllum kostnaði.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira