Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Mikið vatnstjón hefur orðið í göngunum. Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira